Sigrún Edda Björnsdóttir
Sigrún Edda útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1981 og hefur leikið yfir hundrað hlutverk á leiksviðum landsins. Hún hefur lengst af starfað fyrir L.R. og meðal nýlegra verkefna þar má nefna Billy Elliot, Ríkharð III og Vanja frænda. Sigrún hefur leikið mikið í sjónvarpi og kvikmyndum nú síðast í myndinni Gullregn. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem leikstjóri, rithöfundur og handritshöfundur og hlotið ótal tilnefningar og verðlaun fyrir störf sín. Sigrún var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag sitt til leiklistar árið 2021.