Borgarleikhúsið

Sigurður Þór Óskarsson

Sigurður Þór Óskarsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Frá útskrift hefur hann leikið bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og af nýlegum verkefnum hans þar má nefna Kæru Jelenu, Veislu og Emil í Kattholti. Sigurður hefur einnig leikið töluvert í sjónvarpi og kvikmyndum og talsett fjölmargar vinsælustu teiknimyndir síðustu ára. Hann hefur einnig verið þrisvar sinnum tilnefndur til Grímuverðlaunanna.