Snorri Engilbertsson
Snorri útskrifaðist frá LHÍ vorið 2012. Hann hefur einnig stundað nám í samkvæmisdönsum og frekara leiklistarnám í París. Snorri hefur lengst af starfað hjá Þjóðleikhúsinu og lék þar síðast í Framúrskarandi vinkonu. Hann á einnig að baki farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Snorri var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Hafinu og Framúrskarandi vinkonu.