Borgarleikhúsið

Útskrift frá Leiklistarskóla Borgarleikhússins

6 maí 2024

Nýlega útskrifuðust 30 ungleikarar frá Leiklistarskóla Borgarleikhússins eftir þriggja ára nám við skólann. Við óskum þeim til hamingju með áfangann og þökkum þeim innilega fyrir samfylgdina síðustu ár.

Krakkar sýna leikrit, útskriftarsýning ungleikara samanstóð tveimur frumsömdum leikritum sem sýnd voru á Nýja sviðinu.

Elliheimið Sól í leikstjórn Andrésar Péturs Þorvaldssonar og Blokkin í leikstjórn Ylfu Aspar Áskelsdóttur. Um leikmynda- og búningahönnun sá Bryndís Ósk Ingvarsdóttir. Sýningin var jafnframt sýnd á Barnamenningarhátíð

Mikil aðsókn er í námið í Leiklistarskóla Borgarleikhússins en opnað hefur verið fyrir skráningu í inntökuprufur fyrir haustið 2024. Athugið að aðeins er tekið við umsóknum frá börnum fæddum á árunum 2011-2014. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst. Prufurnar fara fram í Borgarleikhúsinu á bilinu 16-23.ágúst.

Þau sem skráð eru í prufu fá sent boð í tölvupósti með nákvæmri tímasetningu og öllum helstu upplýsingum um prufuna. Boðin eru send út þegar umsóknarfresti lýkur 12.ágúst. Skráning í prufurnar fer fram hér.