Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri

  • Stóra sviðið
  • Verð: 2.900 kr.
  • Sýningar hefjast 16. september

Óður og Flexa snúa aftur í rafmögnuðu ævintýri á Listahátíð í Reykjavík 2018.

Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri

Að taka til með stæl!

Óður og Flexa snúa aftur í rafmögnuðu ævintýri á Listahátíð í Reykjavík 2018.

Eftir ævintýralegt afmælispartý er allt á rúi og stúi heima hjá Óði og Flexu. Þau eru ennþá uppveðruð eftir að hafa ferðast um heima og geima með ímyndunaraflinu og eru tilbúin til að takast á við næsta ofurhetju verkefni: að taka til með stæl! 

Þeim birtist þá óvænt rafmagnaður gestur. Hver er hann? Hvaða kröftum er hann gæddur? Hvað getur hann kennt Óði og Flexu um heima rafmagnsins?

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á Listahátíð í Reykjavík nýtt verk um vinina Óð og Flexu eftir þau Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur. Leikstjóri er Pétur Ármannsson og búningar og leikmynd eftir Sigríði Sunnu Reynisdóttur.

Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri er sjálfstætt framhald af verkinu Óður og Flexa halda afmæli sem sýnt var í Borgarleikhúsinu 2016. Sýningin Óður og Flexa halda afmæli hlaut einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda og var tilnefnd til Grímuverðlauna 2016 í flokkunum Barnasýning ársins og Danshöfundar ársins.

Ég dey

„Ég var orðin 50 ára þegar ég uppgötvaði að ég myndi á einhverjum tímapunkti deyja. Ég furðaði mig á því hvernig ég gat komist hjá því í svona langan tíma að horfast í augu við dauðann. Þessi sýning er unnin út frá þessari uppgötvun.”

Nánar

Dúkkuheimili, annar hluti

Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá 1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá eiginmanni sínum og börnum og hefja nýtt líf án þeirra.

Nánar