Komdu í áskrift að töfrum!

Við bjóðum upp á Leikhús- og Lúxuskort sem og sérstakt kort fyrir þá sem eru 25 ára og yngri. Við bjóðum einnig upp á nýjungar með Barnakorti fyrir þá sem velja þrjár barnasýningar. Þar að auki bjóðum við Framhaldskort fyrir þá sem áttu inni sýningar í sínu korti frá síðasta leikári.


Hægt er að kaupa áskriftarkort kort hér að neðan.


Leikhúskort

Ef valdar eru á bilinu fjórar til sjö sýningar færðu 30% afslátt af miðaverði allra sýninga, getur valið þér sæti í salnum á undan öllum öðrum og færð að auki 10% afslátt á Leikhúsbar Borgarleikhússins. Einnig fá Leikhúskortahafar send tilboð í vefpósti reglulega á leikárinu.

KAUPA Leikhúskort 

Lúxuskort

Ef valdar eru átta sýningar eða fleiri færðu 40% afslátt af miðaverði allra sýninga, getur valið þér sæti í salnum á undan öllum öðrum og færð að auki 15% afslátt á Leikhúsbar Borgarleikhússins. Einnig færðu einn drykk að eigin vali á Leikhúsbarnum, ókeypis leikskrár, aðild að LR og boð á viðburði. Einnig fá Leikhúskortahafar send tilboð í vefpósti reglulega á leikárinu.

KAUPA Lúxuskort 

Ungmennakort

Fyrir þá sem eru 25 ára og yngri er veittur 50% afsláttur af miðaverði allra sýninga ef valdar eru fjórar sýningar. Þá getur þú valið þér sæti í salnum á undan öllum öðrum og færð að auki 10% afslátt á Leikhúsbar Borgarleikhússins. Einnig fá kortahafar send tilboð í vefpósti reglulega á leikárinu. Auk þess er 1.000 kr. afsláttur af miðum ef keypt er á sýningardegi.

kaupa 25 ára og yngri kort

Barnakort

Boðið er upp á Barnakort með 30% afslætti ef valdar eru þrjár barnasýningar sem eru í boði á næsta leikári. Barnasýningarnar eru: Gosi, Stúlkan sem stöðvaði heiminn, Fuglabjargið & Jólaflækja.

KAUPA barnakort 


Framhaldskort

Átt þú inni sýningar frá síðasta leikári? Fáðu Framhaldskort!

Við viljum koma til móts við þá korthafa sem ekki komust á leiksýningar sem var aflýst vegna COVID-19 faraldursins. Þess vegna bjóðum við upp á Framhaldskort.

Með Framhaldskorti getur þú einfaldlega fært þær sýningar sem þú átt inni yfir á næsta leikár. Þú velur svo þann fjölda sýninga sem upp á vantar til að fylla upp í nýtt Leikhús- eða Lúxuskort.
Leikhúskort: 4-7 sýningar
Lúxuskort: 8 sýningar eða fleiri

Hvernig virkar þetta? Korthafi á til dæmis inni 3 sýningar frá síðasta leikári. Til að fá nýtt Leikhúskort þarf hann aðeins að kaupa 1 sýningu til viðbótar, og fær þar með 30% afslátt af miðaverði auk þeirra fríðinda sem fylgja Leikhúskortinu. Til að fá Lúxuskort getur korthafi bætt við 5 sýningum. Lúxuskortið veitir 40% afslátt af miðaverði auk tilheyrandi fríðinda.

Hafðu samband við miðasölu í síma 568-8000 eða sendu tölvupóst á midasala@borgarleikhus.is til þess að panta Framhaldskort.Gott að vita

Mætið tímalega

Á rúmgóðum og notalegum Leikhúsbar Borgarleikhússins má njóta léttra veitinga, glugga í leikskrár og eiga ljúfa stund fyrir sýningu. Tilvalið er að panta veitingar bæði fyrir sýningu og/eða í hléi. Leiksýningar hefjast á tilsettum tíma og þá er áhorfendasölum lokað.

Næg bílastæði

Fyrir leiksýningar er alla jafna hægt að finna bílastæði við Kringluna, bæði á efri og neðri hæð bílastæðisins. Frá neðri hæðinni er gengið upp tröppur beint að miðasölunni.

Gott aðgengi

Í Borgarleikhúsinu er sérstakt pláss fyrir hjólastóla í öllum sölum hússins. Einnig eru Stóri og Litli salur hússins búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnartækja kleift að heyra betur það sem fer fram á sviðinu.

Strætóstopp fyrir utan

Í kringum Borgarleikhúsið stoppa strætisvagnar frá öllum hverfum borgarinnar. Fólk getur skilið bílinn eftir heima, notið leikhúskvöldsins í rólegheitum og náð síðustu ferð heim.

Veislur og skoðunar­ferðir

Gerðu kvöldið enn eftirminnilegra fyrir hópinn þinn. Við sníðum stærð og umfang veislunnar að þörfum hópsins og bjóðum allt frá standandi veislum til margrétta máltíða. Sendu línu á veitingar@borgarleikhus.is ef þú vilt gera þitt kvöld ógleymanlegt. Einnig er hægt að panta skoðunarferð um húsið.

Leikhúsupplifun sælkerans

Kitlaðu bragðlaukana með ljúffengum veitingum á Leikhúsbarnum áður en tjaldið er dregið frá. Við tökum vel á móti einstaklingum jafnt sem stórum og smáum hópum og töfrum fram sannkallaðar leikhúsveislur. Nánari upplýsingar í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is.

Taktu sýninguna með þér heim

Í Borgarleikhúsinu er hægt að fá margs konar muni tengda sýningunum. Má þar nefna leikskrár, tónlistina úr sýningunum Rocky Horror og Elly, bækur með völdum íslenskum leikritum, stuttermaboli, plaköt og fleira. 

Fáið fréttirnar fyrst

Hægt er að fylgjast með Borgarleikhúsinu á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Youtube . Þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með því sem fer fram á bak við tjöldin og vera í beinu sambandi við leikhúsið.

Skilmálar TIX

Eftirfarandi skilmálar eru vegna miðakaupa í gegnum vefsíðuna tix.is

Skilmálar TIX