Borgarleikhúsið

Orlandó

 • Nýja sviðið
 • Verð: 6.950 kr
 • Frumsýning 30. desember
 • Væntanleg
 • Miðasala er ekki hafin á sýninguna Orlandó. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
 • Kaupa kort

Orlandó, glæsilegur og töfrandi aðalsmaður sem lifir ævintýralegu lífi. Hann er elskhugi Elísabetar I Englandsdrottningar, heillar konur, upplifir sögulega viðburði, ferðast um heiminn og sukkar og svallar. 

Orlandó

Annað kyn, sama persóna

Orlandó, glæsilegur og töfrandi aðalsmaður sem lifir ævintýralegu lífi. Hann er elskhugi Elísabetar I Englandsdrottningar, heillar konur, upplifir sögulega viðburði, ferðast um heiminn og sukkar og svallar.

En kvöld eitt í Konstantínópel þegar Orlandó er rúmlega þrítugur að aldri, leggst hann til svefns og sefur í sjö sólarhringa. Þegar hann vaknar aftur er hann orðinn kona. Meðan heimurinn í kringum hana tekur stöðugum breytingum, aldirnar líða og tuttugasta öldin rennur upp, þarf Orlandó ekki bara að aðlagast nýjum heimi heldur einnig nýju kyni og kynhlutverki með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja.

Orlandó þykir af mörgum skemmtilegasta skáldsaga Virginiu Woolf. Hún byggði persónu Orlandó á ástkonu sinni, ljóðskáldinu Vitu Sackville-West og hefur skáldsagan stundum verið nefnd lengsta og mest hrífandi ástarbréf enskrar tungu. Sagan er leikandi létt, spannar margar aldir, sögu heimsveldisins, upphaf femínismans, ástir og örlög og síðast en ekki síst töframátt skáldskaparins.

Hnífskarpt og fyndið – hér er á ferðinni töfrandi og ljóðrænn dans um tíma, rúm og kyngervi, saga manneskju sem fær ekki aðeins að upplifa tímana tvenna – heldur að reyna til fulls þá möguleika sem mennskan sjálf ber í sér.

Leikarar

 • Árni Þór Lárusson
 • Daníel Takefusa
 • Jörundur Ragnarsson
 • /media/leikarar/img_0055abw.jpgVala Kristín Eiríksdóttir
 • Sólveig Arnarsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Virginia Woolf

 • Leikgerð

  Kristín Eiríksdóttir og
  Arnbjörg María Danielsen

 • Leikstjórn

  Arnbjörg María Danielsen

 • Leikmynd og búningar

  Ingibjörg Jara Sigurðardóttir

 • Lýsing

  Ingi Bekk

 • Tónlist

  Herdís Stefánsdóttir

 • Leikgervi

  Rakel María Hjaltadóttir

 • Hljóðmynd

  Þórður Gunnar Þorvaldsson