Borgarleikhúsið

Auglýst eftir samstarfsverkefnum 2022 -2023

17 jan. 2022

Á hverju leikári býður Borgarleikhúsið a.m.k tvo sjálfstæða leikhópa velkomna til samstarfs. 


Verkefni sjálfstæðu leikhópanna eru valin af leikhússtjóra og verkefnavalsnefnd leikhússins og í kjölfarið kynnt hússtjórn Borgarleikhússins og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).

Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur tryggja hið minnsta tveimur leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað LR vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu. 

Með umsóknum skal fylgja:

  • Lýsing á verkefni 
  • Listi yfir aðstandendur: framkvæmdaaðilar, listrænir stjórnendur og aðrir þátttakendur
  • Ítarleg fjárhagsáætlun
  • Styrkir/loforð um styrki

Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudaginn 1. apríl 2022 og umsóknir skal senda á samstarf@borgarleikhus.is

 

Ljósmynd: Samstarfssýningin Tjaldið