Borgarleikhúsið

Hádegisfyrirlestrar Leikfélags Reykjavíkur


Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins, stofnað fyrir meira en 120 árum. Það hefur staðið fyrir metnaðarfullum viðburðum í gegnum tíðina og var meðal annars drífandi í byggingu glæsilega leikhússins okkar. Borgarleikhúsið hefði aldrei risið án þessa félags. Síðastliðinn vetur stóð leikfélagið fyrir skemmtilegum hádegisfundum um leiklist fyrr og nú.

Á hverju leikári stendur Leikfélagið fyrir hádegisfundum um leiklist, oft tengdum sýningum hússins, þar sem gestum gefst kostur á gæða sér á léttum hádegisverði gegn vægu gjaldi í forsal leikhússins.

Á hádegisfundum í vetur verður meðal annars fjallað um franska gamanleiki í uppsetningum LR, þýðingar á verkum Shakespeare, leikmyndahönnun og sömuleiðis mun leikskáld hússins, Birnir Jón Sigurðsson segja frá sér og sínum verkum. Í september verður síðan staðið fyrir málþingi um dönsk áhrif í íslensku leikhúsi, en þann 23. september fagna Danir því að 300 ár eru liðin frá upphafi danskrar leiklistar. 

Leikfélag Reykjavíkur er öllum opið og almennt félagsgjald er 6.000 krónur. Kortagestir Borgarleikhússins fá félagsaðild með helmings afslætti, á 3.000 krónur og að sjálfsögðu er ókeypis fyrir 70+. Handhafar Lúxuskorta eiga þess kost að gerast félagar án endurgjalds. Upplýsingar um Leikfélagið, sögu þess og samþykktir er að finna á vefnum undir Um okkur