Borgarleikhúsið

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

2. mars 2021 : Dýrmæt heimsókn í Borgarleikhúsið

Gleðin var við völd á sunnudaginn síðastliðinn þegar Borgarleikhúsið tók á móti hópi barna sem eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Hópurinn tók þátt í samveru og leiklistarsmiðju sem kallast Léttir og er verkefni á vegum Leiklistarskóla Borgarleikhússins.

22. febrúar 2021 : Leiklestur: Göngutúrinn

Miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20:00 býður Borgarleikhúsið upp á sviðsettan leiklestur á nýju verki í vinnslu, Göngutúrinn. 

20. febrúar 2021 : Frumsýning á verkinu Sölumaður deyr

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að í kvöld kl. 20, 20. febrúar,  verður verkið Sölumaður deyr frumsýnt á Stóra sviðinu.

17. febrúar 2021 : Leikrit Tyrfings Tyrfingssonar þýtt á frönsku

Leikrit Tyrfings Tyrfingssonar, Helgi Þór rofnar, hefur verið þýtt á frönsku og kemur út nú í vor hjá Éditions l‘Espace d‘un instant. Raka Ásgeirsdóttir og Séverine Daucourt þýddu verkið, en þetta er þriðja leikrit Tyrfings sem þær þýða á frönsku.

11. febrúar 2021 : Heimsókn í Borgarleikhúsið

Í gær fékk starfsfólk Borgarleikhússins góða heimsókn þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Willum Þór Þórsson þingmaður komu í heimsókn ásamt aðstoðarmönnum til að kynna sér starfsemi Borgarleikhússins.

5. febrúar 2021 : Leikskáld Borgarleikhússins

Stjórn Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur hefur í ljósi aðstæðna ákveðið að framlengja starfstíma þeirra leikskálda sem nú þegar eru starfandi í húsinu. 

2. febrúar 2021 : Auglýsum eftir hugmyndum fyrir Umbúðalaust

Borgarleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum frá ungu sviðslistafólki að sýningum fyrir Umbúðalaust – Stúdíó Borgarleikhússins á þriðju hæðinni.

1. febrúar 2021 : Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu

Síðastliðinn fimmtudag, þann 28. janúar voru tvö glæný leikrit eftir krakka frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins, það voru verkin Skrímslalíf eftir Eyþór Val Friðlaugsson og Tímaflakkið mikla eftir Júlíu Dís Gylfadóttur, Kristbjörgu Kötlu Hinriksdóttur og Þóreyju Hreinsdóttur.

26. janúar 2021 : Fyrsti samlestur á Orlandó

Föstudaginn síðastliðinn, 21. janúar, var fyrsti samlestur á Orlandó, nýrri leikgerð Kristínar Eiríksdóttur og Arnbjargar Maríu Danielsen á samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf. Upphaflega stóð til að sýningin yrði sett upp í desember 2020 en nú er ljóst að frumsýning verður á Nýja sviðinu á komandi leikári.

Síða 1 af 12