Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

11. desember 2019 : Fyrsti samlestur á Er ég mamma mín?

Í vikunni var fyrsti samlestur á leikritinu Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal, sem verður frumsýnt á Nýja sviðinu í febrúar. Leikritið er samstarfsverkefni leikhópsins Garps og Borgarleikhússins, en sami listræna teymi hefur m.a. áður gert verðlaunaverkin Sóleyju Rós ræstitækni og sjónvarpsmyndina Mannasiði.

6. desember 2019 : Umræður eftir sýningu á Eitri

Í kvöld, föstudagskvöldið 6. desember, munu fulltrúar frá Sorgarmiðstöð ásamt aðstandendum sýningarinnar Eitur ræða um verkið að lokinni sýningu á Litla sviðinu og bjóða upp á spurningar úr sal. Hrafnhildur Hagalín, dramatúrg Borgarleikhússins, stýrir umræðum.

4. desember 2019 : Fyrsta textaða sýningin á Matthildi um helgina

---English below---
Fyrsta textaða sýningin á söngleiknum Matthildi verður laugardaginn 7. desember kl. 13. Sýningin verður textuð á ensku, pólsku og íslensku. Um er að ræða tilvalið tækifæri fyrir ensku- og pólskumælandi fjölskyldur sem og heyrnarskerta til að upplifa þennan frábæra söngleik.

1. desember 2019 : Áheyrnarprufur fyrir Níu líf

Áheyrnarprufur fyrir sérstakan hluta söngleiksins Níu líf sem byggir á sögu Bubba Morthens í tali og tónum verða í Borgarleikhúsinu 9. desember. Í áheyrnarprufunni á fólk að syngja Bubba lagið Stál og hnífur og spila sjálft undir á gítar. 

19. nóvember 2019 : Fyrsta Skjáskotið með Bergi Ebba í kvöld

Bergur Ebbi fer af stað með sýninguna Skjáskot í kvöld en innihald hennar er byggt á samnefndri bók sem kom út fyrir stuttu. 

18. nóvember 2019 : Síminn áfram máttarstólpi Borgarleikhússins

Síminn og Borgarleikhúsið skrifuðu fyrir helgi undir samstarfssamning þess efnis að Síminn verði einn af máttarstólpum leikhússins. Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans, og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, skrifuðu undir samninginn.

12. nóvember 2019 : Borgarleikhúsið býður upp textaðar sýningar

Borgarleikhúsið bætir þjónustu fyrir heyrnarlausra og fólk af erlendum uppruna með því að texta sýningar á pólsku, ensku og íslensku. Það er hluti af nýrri stefnu leikhússins að nálgast þessa hópa og gera leikhúsið aðgengilegra. 

11. nóvember 2019 : Fyrsti samlestur fyrir leikritið Helgi Þór rofnar

Fyrsti samlesturinn á Helgi Þór rofnar, nýju leikriti eftir Tyrfing Tyrfingsson, var í Borgarleikhúsinu í dag en leikritið verður frumsýnt 17. janúar 2020. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Jónsson og leikararnir eru Bergur Þór Ingólfsson, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

2. nóvember 2019 : Eitur - frumsýning

Í kvöld 2. nóvember verður Eitur frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við í kyngimögnuð hlutverk í þessu áhrifamikla verðlaunaverki um sorgina í ástinni í leiktjórn Kristínar Jóhannesdóttur. 
Síða 1 af 12