Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

14. júní 2019 : Áhorfaendamet slegið á lokasýningunni á Elly

Áhorfendamet Borgarleikhússins verður slegið á lokasýningunni á leikritinu vinsæla Elly á Stóra sviði leikhússins á morgun, laugardaginn 15. júní. Áhorfendafjöldi sýningarinnar, sem fjallar um ævi og ástir Ellyjar Vilhjálms, fer þá upp í 104.466 talsins. Þetta verður sýning númer 220 í röðinni sem er einnig met í Borgarleikhúsinu.

13. júní 2019 : Ríkharður III sigurvegari Grímuverðlaunanna

Sýningin Ríkharður III, sem sýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins í vetur, fékk sex Grímuverðlaun og var sigurvegari hátíðarinnar þegar verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sýningar Borgarleikússins fengu alls níu verðlaun, en söngleikurinn Matthildur og leikritið Club Romantica fengu einnig verðlaun.

5. júní 2019 : Ríkharður III fékk flestar Grímutilnefningar

Sýningin Ríkharður III, sem frumsýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins í desember, fékk flestar Grímutilnefningar fyrir leikárið 2018-2019, alls átta talsins, en tilkynnt var um tilnefningarnar í dag. Alls fengu átta sýningar Borgarleikhússins samtals 30 tilnefningar og leikhúsið því með flestar tilnefningar.

31. maí 2019 : Yfir 1700 leikskólakrakkar mættu í Borgarleikhúsið

Öllum börnum í elsta árgang leikskóla Reykjavíkurborgar var boðið í Borgarleikhúsið í vikunni til að sjá sýninguna Töfra leikhússins. Yfir 1700 leikskólakrakkar mættu á þennan árlega viðburð og óhætt að segja að leikhúsið hafi verið iðandi af lífi þá daga sem krakkarnir voru í heimsókn.

29. maí 2019 : Fyrsti samlestur fyrir Sex í sveit

Fyrsti samlestur fyrir leikritið Sex í sveit var haldinn í dag í blíðskapar verði á svölum Borgarleikhússins. Leikritið, sem er eitt það vinsælasta í sögu leikhússins, hefur verið fært í nýjan búning af Bergi Þór Ingólfssyni, leikstjóra, og Gísla Rúnari Jónssyni, þýðanda.

13. maí 2019 : Lokasýning - Allt sem er frábært

Á laugardaginn var lokasýning á leikritinu Allt sem er frábært, einleik með Vali Frey Einarssyni í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Sýningin var frumsýnd föstudaginn 14. september 2018.

6. maí 2019 : Ungt fólk í leikhús

Borgarleikhúsið býður nú fólki yngri en 25 ára 50% afslátt af miðaverði á sýningarnar Bæng!, Sýningin sem klikkar, Allt sem er frábært og Kæra Jelena.

29. apríl 2019 : Hundrað þúsundasti gesturinn á Elly

Síðasta laugardag fékk Guðrún Guðmundsdóttir viðurkenningu fyrir að vera hundrað þúsundasti gesturinn sem hefur komið á sýningunni Elly í Borgarleikhúsinu. Sýningin á laugardaginn var númer 212 í röðinni en nú eru aðeins átta sýningar eftir því lokasýningin verður í lok leikársins, þann 15. júní.

26. apríl 2019 : Bæng frumsýnt á Nýja sviðinu

Leikritið Bæng verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöldið 26. apríl. Leikritið er spánnýtt verk eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg. Hafliði Arngrímsson er þýðandi þess og Gréta Kristín Ómarsdóttir er leikstjóri.

Síða 1 af 12