Borgarleikhúsið

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

17. júní 2021 : Emil og Ída fundin!

Listrænir stjórnendur Emils í Kattholti eru búnir að hitta öll 1200 börnin sem vildu leika Emil og Ídu og nú, þremur umferðum síðar, er búið að velja fjögur börn sem munu fara með hlutverkin.

9. júní 2021 : BLOOM í Borgarleikhúsinu

BLOOM er metnaðarfullt verkefni sem verður til í samvinnu milli Kristjáns Ingimarssonar Company (KIC), Teater Nordkraft í Álaborg (DK), Hálogaland Teater í Tromsö (NO) og Borgarleikhússins (ÍS).

8. júní 2021 : Grímutilnefningar 2021

Grímutilnefningar voru tilkynntar rétt í þessu og þrátt fyrir einstaklega skrýtið síðasta leikár með fáum frumsýningum fær Borgarleikhúsið sex tilnefningar!

8. júní 2021 : Leitin að Emil og Ídu

Prufurnar fyrir Emil og Ídu hafa gengið stórkostlega, en um 1200 börn sóttu um. Það er búið að vera einstaklega gaman að hitta öll þessi hæfileikaríku börn.

1. júní 2021 : Fjórar kanónur í Borgarleikhúsinu

Þetta er í fyrsta sinn sem Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Margrét Guðmundsdóttir leika saman í verki og Margrét hefur aldrei leikið í Borgarleikhúsinu áður. Sem er ótrúlegt!

20. maí 2021 : Emil í Kattholti

Emil í Kattholti fer á fjalirnar í Borgarleikhúsinu í haust sem er mikið gleðiefni!

14. maí 2021 : Veisla frumsýnd í kvöld!

Loksins loksins eftir sex tilraunir er komið að frumsýningardegi á leikritinu Veisla eftir Sögu Garðarsdóttur og leikhópinn. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og leikarar eru þau Saga Garðars, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Björn Stefánsson, Halldór Gylfason, Sigrún Edda Björnsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson.

28. apríl 2021 : Vorsýning og útskrift hjá Leiklistarskóla Borgarleikhússins

Leiklistarskóli Borgarleikhússins útskrifaði í síðustu viku ellefu ungleikara sem lokið hafa þriggja ára námi í skólanum. Nemendur á fyrsta og öðru ári ásamt útskriftarnemunum sýndu lokasýningar sínar og voru því um sextíu börn sem stigu á stokk Litla sviðsins við mikil fagnaðarlæti viðstaddra.

15. apríl 2021 : Samlestur á verkinu Þétting hryggðar

Í dag settist leikhópurinn úr verkinu Þétting hryggðar eftir Dóra DNA niður og las verkið eftir langa covid pásu.

Síða 1 af 12