Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

14. febrúar 2019 : Sýningar hafnar að nýju

Sýningar á leikritinu Fólk, staðir og hlutir, sem var sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í fyrra, eru hafnar að nýju. Leikritið er eftir breska leikskáldið Duncan MacMillan og er leikstýrt af Gísli Erni Garðarssyni. 

9. febrúar 2019 : Elly sýnd í 200. skipti

Í dag, laugardaginn 9. febrúar verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms. Aldrei hefur neitt verk verið sýnt jafn oft í Borgarleikhúsinu. 

8. febrúar 2019 : Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum frá ungu sviðslistafólki (yngra en 35 ára) að sýningum fyrir nýtt svið sem opnar á næsta leikári undir nafninu Umbúðalaust – Stúdíó Borgarleikhússins á þriðju hæðinni.

5. febrúar 2019 : Fyrsti samlestur á Bæng!

Fyrsti samlestur á leikritinu Bæng! var haldinn í Borgarleikhúsinu í dag, þriðjudaginn 5. febrúar. Sýningin verður frumsýnd á Nýja sviði leikhússins föstudaginn 26. apríl.

15. janúar 2019 : Auglýst eftir samstarfsverkefnum

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).

11. janúar 2019 : Níu líf - Sögur af landi

Níu líf – Sögur af landi er vinnuheiti á nýjum söngleik með lögum Bubba Morthens sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins snemma árs 2020. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í dag þar sem Bubbi sjálfur flutti brot úr nokkrum af sínum vinsælli lögum ásamt leikurum Borgarleikhússins.

11. janúar 2019 : Fréttamannafundur - Tilkynnt um nýtt íslenskt verk

Í dag kl. 14:00 verður fréttamannafundur í Borgarleikhúsinu þar sem tilkynnt verður um verk sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Verkið sem um ræðir sætir miklum tíðindum í íslensku menningarlífi.

10. janúar 2019 : Frumsýning á afmæli Leikfélags Reykjavíkur - Núna 2019

Föstudaginn 11. janúar, á afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur verður frumsýning á verkinu Núna 2019 á Litla sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða þrjú stutt verk eftir þrjá unga höfunda sem eru öll sýnd á einu kvöld. 

6. janúar 2019 : Opinn samlestur á Matthildi

Mánudaginn 7. janúar kl. 13 verður opinn samlestur á söngleiknum Matthildi, stórsýningunni sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars. Leikarar sýningarinnar munu lesa í gegnum allt verkið undir stjórn Bergs Þór Ingólfssonar, leikstjóra, auk þess sem vel valin lög úr söngleiknum verða sungin við undirleik Agnars Más Magnússonar, tónlistarstjóra.

Síða 1 af 12