Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

22. janúar 2020 : Fyrsti samlestur á Gosa

Fyrsti samlesturinn fyrir sýninguna um ævintýri spýtustráksins Gosa var haldinn í síðustu viku. Ágústa Skúladóttir, leikstjóri sýningarinnar, hefur unnið verkið upp úr upprunalega texta Carlo Collodi og verður sýningin frumsýnd sunnudaginn 23. febrúar. Þegar er uppselt á fyrstu 17. sýningarnar.

21. janúar 2020 : Frábærar viðtökur á söngleiknum um Bubba

Nú hafa yfir 9000 miðar selst á söngleikinn Níu líf, sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum, en miðasalan hófst á laugardaginn. Ólafur Egill Egilsson er höfundur verksins og leikstjóri sýningarinnar sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 13. mars.

17. janúar 2020 : Helgi Þór rofnar frumsýnt í kvöld

Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson verður frumsýnt á Nýja sviðinu í kvöld, föstudaginn 17. janúar. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Um er að ræða drepfyndið og spennandi leikrit um það hvort maðurinn komist undan sögunni um sig, geti losað sig úr álögum og hætt að trúa á spádóma.

17. janúar 2020 : Forsalan fyrir Níu líf hefst á vefnum á miðnætti

Forsala fyrir söngleikinn Níu líf, sem fjallar um líf Bubba Morthens í tali og tónum, hefst á miðnætti í kvöld á heimasíðu Borgarleikhússins, borgarleikhus.is. Boðið verður upp á sérstakan 1000 krónur afslátt fyrsta sólarhringinn.

16. janúar 2020 : Borgarleikhúsið auglýsir eftir umsóknum um stöðu leikhússtjóra

Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf við undirbúning leikársins 2021 – 2022 í ársbyrjun 2021 en taki svo formlega við stjórn leikhússins í júlí 2021.

15. janúar 2020 : Fyrsta tóndæmið úr Níu líf

Ný útgáfa lagsins Rómeó og Júlía var frumflutt í dag. Um er að ræða fyrsta tóndæmið úr söngleiknum Níu líf sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum og verður frumsýndur föstudaginn 13. mars. 

13. janúar 2020 : Samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).

11. janúar 2020 : Vanja frændi - frumsýning í kvöld

Vanja frændi, hátíðarsýning Borgarleikhússins, verður frumsýnd í kvöld, laugardaginn 11. janúar, á Stóra sviði leikhússins á afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur. Leikritið er eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjekhovs og af mörgum talið það skemmtilegasta.

9. janúar 2020 : Leikskáld Borgarleikhússins - auglýst eftir umsóknum

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum. Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst eins árs samningur við Borgarleikhúsið. 

Síða 1 af 12