Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

24. september 2018 : Myndband frá óvæntri afmælisveislu Ragga Bjarna

Ragnar Bjarnason varð 84 ára laugardaginn 22. september og starfsfólk Borgarleikhússins kom honum á óvart með því að syngja afmælissönginn fyrir hann og fá fullan sal áhorfenda á sýningunni Elly að gera það sama.

21. september 2018 : Frumsýning á Dúkkuheimili, annar hluti

Í kvöld, föstudagskvöldið 21. september, verður frumsýning Nýja sviði Borgarleikhússins á leikritinu Dúkkuheimili, annar hluti. Þar munu leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Unnur Ösp Stefánsdóttir fá tækifæri til að leika aftur hlutverk sem þau léku þegar Dúkkuheimili Ibsens var frumsýnt í desember árið 2014. 

19. september 2018 : Hvað færi á listann þinn?

Leikritið Allt sem er frábært var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudaginn og hefur því verið tekið mjög vel af gestum og gagnrýnendum. Á frumsýningardag var birt lítið myndband á samfélagsmiðlum í tengslum við sýninguna og er nú hægt að horfa á það hér á síðunni.

14. september 2018 : Leikritið Allt sem er frábært frumsýnt í kvöld

Fyrsta frumsýning leikársins í Borgarleikhúsinu verður í kvöld, föstudagskvöld, þegar að einleikurinn Allt sem er frábært verður frumsýndur á Litla sviði leikhússins. Um er að ræða gleðileik um depurð með Vali Frey Einarssyni sem er eini leikari sýningarinnar. 

11. september 2018 : Samningur við borgina framlengdur til þriggja ára

Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar hafa undirritað samning um framlengingu til þriggja ára um rekstur Borgarleikhússins. 

4. september 2018 : Upptaka frá kynningarfundinum

Nú er hægt að horfa á upptöku frá öllum kynningarfundinum sem haldinn var sunnudaginn 2. september á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þar fór Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, yfir komandi leikár og sagði frá þeim leiksýningum sem verða í boði auk þess sem leikstjórar og leikarar valinna verka sögðu nánar frá vinnu sinni.
 

2. september 2018 : Fjölmenni á kynningarfundi

Rúmlega 400 manns mættu á opinn kynningarfund sem var haldinn á Stóra sviði Borgarleikhússins í dag. Þar fór Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, yfir komandi leikár og sagði frá þeim leiksýningum sem verða í boði auk þess sem leikstjórar og leikarar valina verka sögðu nánar frá þeirra vinnu. 

31. ágúst 2018 : Myndband við Heyr mína bæn

Katrín Halldóra Sigurðardóttir og félagar mæta aftur á Stóra sviðið Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöldið 31. ágúst, þegar sýningar á Elly hefjast á ný. Af því tilefni frumsýnum við nýtt myndband við lagið Heyr mína bæn og má sjá það hér að neðan.

30. ágúst 2018 : Kynningarfundur á sunnudaginn

Sunnudaginn 2. september kl. 13:00 verður nýtt leikár í Borgarleikhúsinu kynnt á sérstökum kynningarfundi á Stóra sviði leikhússins. Þar mun leikhússtjóri fara yfir komandi leikár, leikstjórar og leikarar kynna valin verk og Katrín Halldóra og Páll Óskar munu taka lagið.  

Síða 1 af 12