Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

20. september 2019 : Baggalútur gerði lag fyrir Sex í sveit

Hér að neðan er myndband við lagið Upp í bústað sem er nýtt lag með Baggalúti. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í gær en Bragi Valdimar Skúlason samdi lagið fyrir gamanleikinn Sex í sveit. Um er að ræða einn vinsælasta gamanleik sem settur hefur verið upp í Borgarleikhúsinu en hefur nú tímastilltur og uppfærður.

18. september 2019 : Málþing um Jóhann Sigurjónsson

Leikfélag Reykjavíkur heldur málþing um Jóhann Sigurjónsson í tilefni af 100 ára dánardægri hans verður haldið í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október kl. 11. Jóhann var eitt af okkar fyrstu „alvöru“ leikskáldum.

17. september 2019 : Samlestur á Eitri

Æfingar eru hafnar á leikritinu Eitur sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 2. nóvember. Leikarar eru þau Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir.

2. september 2019 : Myndband frá fjölmennum kynningarfundi

Kynningarfundur um komandi leikár var haldinn á Stóra sviði Borgarleikhússins í gær, sunndaginn 1. september. Þetta var í þriðja skiptið sem slíkur viðburður er haldinn til að kynna nýtt leikár og hefur verið gríðarlega ánægja með hann. 

23. ágúst 2019 : Pétur Rúnar ráðinn markaðsstjóri Borgarleikhússins

Pétur Rúnar Heimisson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Borgarleikhússins og hóf störf í byrjun ágúst. Hann tók við starfinu af Maríu Hrund Marínósdóttur sem hafði gegnt starfinu síðastliðin tvö ár. 

22. ágúst 2019 : Fyrsti samlesturinn á Stórskáldinu

Æfingar eru hafnar á leikritinu Stórskáldið sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 18. október. Höfundur þess er Björn Leó Brynjarsson en hann var leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2017-2018 og leikritið er afrakstur vinnu hans.

13. ágúst 2019 : Birgir Sigurðsson - kveðja frá starfsfólki

Birg­ir Sig­urðsson, rit­höf­und­ur, leik­skáld og heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 9. ág­úst sl. Birgir var á 82. aldursári.

14. júní 2019 : Áhorfaendamet slegið á lokasýningunni á Elly

Áhorfendamet Borgarleikhússins verður slegið á lokasýningunni á leikritinu vinsæla Elly á Stóra sviði leikhússins á morgun, laugardaginn 15. júní. Áhorfendafjöldi sýningarinnar, sem fjallar um ævi og ástir Ellyjar Vilhjálms, fer þá upp í 104.466 talsins. Þetta verður sýning númer 220 í röðinni sem er einnig met í Borgarleikhúsinu.

13. júní 2019 : Ríkharður III sigurvegari Grímuverðlaunanna

Sýningin Ríkharður III, sem sýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins í vetur, fékk sex Grímuverðlaun og var sigurvegari hátíðarinnar þegar verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sýningar Borgarleikússins fengu alls níu verðlaun, en söngleikurinn Matthildur og leikritið Club Romantica fengu einnig verðlaun.

Síða 1 af 12