Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

12. nóvember 2019 : Borgarleikhúsið býður upp textaðar sýningar

Borgarleikhúsið bætir þjónustu fyrir heyrnarlausra og fólk af erlendum uppruna með því að texta sýningar á pólsku, ensku og íslensku. Það er hluti af nýrri stefnu leikhússins að nálgast þessa hópa og gera leikhúsið aðgengilegra. 

11. nóvember 2019 : Fyrsti samlestur fyrir leikritið Helgi Þór rofnar

Fyrsti samlesturinn á Helgi Þór rofnar, nýju leikriti eftir Tyrfing Tyrfingsson, var í Borgarleikhúsinu í dag en leikritið verður frumsýnt 17. janúar 2020. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Jónsson og leikararnir eru Bergur Þór Ingólfsson, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

2. nóvember 2019 : Eitur - frumsýning

Í kvöld 2. nóvember verður Eitur frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við í kyngimögnuð hlutverk í þessu áhrifamikla verðlaunaverki um sorgina í ástinni í leiktjórn Kristínar Jóhannesdóttur. 

1. nóvember 2019 : Kvenfólk - 50. sýning í kvöld!

Í kvöld, föstudaginn 1. nóvember verður 50. sýning á Kvenfólki með Hundi í óskilum í Borgarleikhúsinu. 

„Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum.“ **** S.J Fréttablaðið.

21. október 2019 : Borgarleikhúsið 30 ára

Borgarleikhúsið var vígt dagana 20.-22.október 1989.

18. október 2019 : Stórskáldið - frumsýning

Nýtt íslenskt leikverk, Stórskáldið eftir Björn Leó Brynjarsson verður frumsýnt á Nýja sviðinu í kvöld. Björn Leó var leikskáld Borgarleikhússins 2017/2018 og er þetta afrakstur þeirrar vinnu. Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson en hann hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna 2019 fyrir leikstjórn fyrir sýninguna Club Romantica. 

11. október 2019 : Borgarleikhúsið býður IO. bekkingum í leikhús

Öllum 10. bekkingum í Reykjavík boðið að koma á sýninguna Allt sem er frábært. 

11. október 2019 : Málþing um Jóhann Sigurjónsson

Leikfélag Reykjavíkur heldur málþing um Jóhann Sigurjónsson í tilefni af 100 ára dánardægri hans verður haldið í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október kl. 11. Jóhann var eitt af okkar fyrstu „alvöru“ leikskáldum.

5. október 2019 : Sex í sveit - frumsýning í dag

Í kvöld verður verkið Sex í sveit frumsýnt á Stóra sviðinu, þessi sprenghlægilegi og sívinsæli gamanleikur er jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á Stóra sviðinu.
Síða 1 af 12