Borgarleikhúsið

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

26. apríl 2024 : Elly

Elly er komin aftur! Í takmarkaðan tíma stígur Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssonar. Sýningin sló á sínum tíma öll met og naut fádæma vinsælda. Nú snýr Elly aftur vegna fjölda áskorana! Miðasala hefst þriðjudaginn 30. apríl! 

26. apríl 2024 : Pétur Einarsson in memoriam

Pétur Einarsson leikari, leikstjóri og heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur er látinn, 83 ára að aldri.

19. apríl 2024 : Shakespeare þýðingar Indriða Einarssonar

Dagskrá á Nýja sviði Borgarleikhússins, laugardaginn 27. apríl kl. 13.

17. apríl 2024 : Krakkaþing Fíusólar

Halló öll! Hér kemur áríðandi tilkynning og áríðandi tilfinning!! Krakkar taka yfir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu! Opin dagskrá föstudaginn 26. apríl kl. 17:00 þar sem krakkarnir í Fíusól sýna atriði úr sýningunni og kynna niðurstöður Krakkaþingsins sem haldið verður fyrr um daginn. Í lok dagskrár verður öllum börnum boðið upp á svið til að taka undir í Baráttusöng barna – FYLLUM STÓRA SVIÐIÐ AF BÖRNUM! Endalaust fjör og endalaust stuð og ókeypis inn! Foreldrar velkomnir líka ...

9. apríl 2024 : Ungmennatilboð á Eitruð lítil pilla

Við bjóðum nú sérstakt ungmennatilboð á söngleikinn Eitruð lítil pilla. Öll 25 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði. 

2. apríl 2024 : Fíasól: leiksýning verður til - á RÚV

Yfir páskana voru frumsýndir glænýir þættir á RÚV - Fíasól: leiksýning verður til. 

27. mars 2024 : Alþjóðlegi leiklistardagurinn 27.03.2024

Alþjóðlegi leiklistardagurinn er í dag, miðvikudag 27. mars. Á hverju ári fær Sviðslistasamband Ísland sviðslistamann til að skrifa hugleiðingu af því tilefni. Í ár skrifar ávarpið Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri, dramatúrg og fagstjóri sviðshöfundabrautar við LHÍ.

22. mars 2024 : Lífið er leikrit! Komið á Spotify

Lífið er leikrit - úr söngleiknum Fíasól gefst aldrei upp er nú komið á Spotify. 

20. mars 2024 : Tónlistin úr Deleríum búbónis komin á Spotify

Nú er dásamlega tónlistin úr söngleiknum Deleríum búbónis komin á Spotify.

Síða 1 af 12