Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

28. september 2020 : Berndsen og Snorri í Borgarleikhúsinu

Við í Borgarleikhúsinu erum mjög spennt að kynna fyrir ykkur stórkostlega skemmtilega tónlist eftir tónlistarmennina Davíð Berndsen og Snorra Helgason í vetur. 

18. september 2020 : Fyrsta frumsýning leikársins

Fyrsta frumsýning leikársins er í kvöld, 18. september á Nýja sviði Borgarleikhússins, en það er verkið Oleanna eftir David Mamet í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og Hilmis Snæs Guðnasonar. Það eru leikararnir Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær sem takast á við þetta umdeilda og áhugaverða verk, sem skilur eftir sig margar áleitnar spurningar.

9. september 2020 : Kennsla hafin í Leiklistarskóla Borgarleikhússins

Kennsla í Leiklistarskóla Borgarleikhússins hófst í vikunni. Skólinn hefur vaxið með hverju árinu og í vetur stunda alls 65 nemendur nám á þremur stigum. Skólinn býður upp á metnaðarfullt leiklistarnám fyrir börn á aldrinum 10-16 ára.

31. ágúst 2020 : Kristjana Milla ráðin sem mannauðsstjóri

Borgarleikhúsið hefur ráðið Kristjönu Millu Snorradóttur til starfa sem mannauðsstjóra

26. ágúst 2020 : Ný hússkáld Borgarleikhússins

Eva Rún Snorradóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson mættu til starfa í dag, en þau voru valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur, leikárið 2020-2021. Taka þau við af Þórdísi Helgadóttur sem var leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári.

20. ágúst 2020 : Forskot á sæluna í september

Í Borgarleikhúsinu er nú allt tilbúið til að hefja sýningar að nýju og bíða allir með eftirvæntingu eftir því að geta tekið á móti leikhúsgestum á ný.

18. ágúst 2020 : Borgarleikhúsið hlýtur jafnlaunavottun

Borgarleikhúsið hlaut nú á dögunum jafnlaunavottun fyrir starfsemi sína, en slík vottun er staðfesting á því að jöfn laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, sem stuðlar að jafnrétti kynjanna. 

2. ágúst 2020 : Esther Talía syngur við innsetningu Forseta Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti í annað sinn þann 1. ágúst 2020. Við innsetningarathöfnina flutti Esther Talía Casey, leikkona við Borgarleikhúsið, lag Bubba Morthens, Fallegur dagur en Esther syngur það lag í söngleiknum Níu líf.

30. júlí 2020 : Gísli Rúnar Jónsson - kveðja frá starfsfólki

Gísli Rúnar Jónsson lést 28. júlí síðastliðinn aðeins sextíu og sjö ára að aldri. Hann var afkastamikill og ástríðufullur leikhúsmaður sem ólýsanlegur missir er að. 

Síða 1 af 12