Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

11. desember 2018 : Nýtt lag úr stórsýningunni Matthildi - Er ég verð stór

Hér má hlýða á fyrsta tóndæmið þar sem lag úr stórsýningunni Matthildi verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 15. mars nk. Um er að ræða söngleik byggðan á sögu Roald Dahl sem hefur slegið í gegn í Bretlandi og Bandaríkjunum.

3. desember 2018 : Bein útsending frá Samtali á Klaustri

Leikhópur Borgarleikhússins mun leiklesa valda hluta úr samtali þingmanna sem var tekið upp á veitingastaðnum Klaustrinu fyrir stuttu og hefur innihald þess vakið gríðarlega athygli. Hægt er að horfa á það hér að neðan.

30. nóvember 2018 : Samtalið á Klaustri leiklesið í Borgarleikhúsinu

Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. 

28. nóvember 2018 : Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Jón Gnarr stígur á svið í Borgarleikhúsinu í janúar með nýja sýningu þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans ferli. Fáir segja sögur eins og hann og enn færri hafa frá jafn mörgu að segja. 

26. nóvember 2018 : Auglýst eftir umsóknum fyrir Leikskáld hússins

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum. Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst eins árs samningur við Borgarleikhúsið. Laun sem eru greidd mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. 

21. nóvember 2018 : Sýningar á Kvenfólki hefjast í Borgarleikhúsinu

Fimmtudaginn 22. nóvember hefjast sýningar á leikritinu Kvenfólk á Nýja sviði Borgarleikhússins. Það er dúettinn vinsæli Hundur í óskilum, Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, sem fara með aðalhlutverk en þeir eru einnig höfundar verksins. 

16. nóvember 2018 : Síminn nýr máttarstólpi Borgarleikhússins

Síminn og Borgarleikhúsið hafa skrifað undir samstarfssamning þess efnis að Síminn verði einn af máttarstólpum leikhússins næstu ár. Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, skrifuðu undir samninginn.

13. nóvember 2018 : Aukasýningar á Rocky Horror

Tveimur aukasýningum hefur verið bætt við á söngleiknum vinsæla Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins. Upphaflega átti sýningum að ljúka í nóvember en sökum vinsælda og mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við sýningum 8. og 14. desember. Ekki verður hægt að bæta við fleiri sýningum.

9. nóvember 2018 : Tvískinnungur frumsýndur í kvöld

Leikritið Tvískinnungur eftir Jón Magnús Arnarsson, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöldið 9. nóvember. Tvískinnungur er fyrsta leikrit Jóns Magnúsar og byggir skuggalega á lífi hans og reynslu þegar ábyrgðarleysi og almennt sinnuleysi réðu ferðinni.

Síða 1 af 12