Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

15. janúar 2019 : Auglýst eftir samstarfsverkefnum

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).

11. janúar 2019 : Níu líf - Sögur af landi

Níu líf – Sögur af landi er vinnuheiti á nýjum söngleik með lögum Bubba Morthens sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins snemma árs 2020. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í dag þar sem Bubbi sjálfur flutti brot úr nokkrum af sínum vinsælli lögum ásamt leikurum Borgarleikhússins.

11. janúar 2019 : Fréttamannafundur - Tilkynnt um nýtt íslenskt verk

Í dag kl. 14:00 verður fréttamannafundur í Borgarleikhúsinu þar sem tilkynnt verður um verk sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Verkið sem um ræðir sætir miklum tíðindum í íslensku menningarlífi.

10. janúar 2019 : Frumsýning á afmæli Leikfélags Reykjavíkur - Núna 2019

Föstudaginn 11. janúar, á afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur verður frumsýning á verkinu Núna 2019 á Litla sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða þrjú stutt verk eftir þrjá unga höfunda sem eru öll sýnd á einu kvöld. 

6. janúar 2019 : Opinn samlestur á Matthildi

Mánudaginn 7. janúar kl. 13 verður opinn samlestur á söngleiknum Matthildi, stórsýningunni sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars. Leikarar sýningarinnar munu lesa í gegnum allt verkið undir stjórn Bergs Þór Ingólfssonar, leikstjóra, auk þess sem vel valin lög úr söngleiknum verða sungin við undirleik Agnars Más Magnússonar, tónlistarstjóra.

4. janúar 2019 : Frábærar viðtökur eftir frumsýningu á Ríkharði III

Laugardaginn 29. desember var Shakespeare-leikritið Ríkharður III frumsýnt á Stóra sviðinu. Frumsýningin gekk frábærlega og fékk sýningin fimm stjörnur í gagnrýni tveggja stærstu dagblaða landsins; Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.

28. desember 2018 : Fimmta stiklan úr Ríkharði III - Margrét, ekkja Hinriks VI

Hér má sjá fimmtu stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu á morgun, 29. desember. 

27. desember 2018 : Fjórða stiklan úr Ríkarði III - Hertogafrúin af Jórvík

Hér má sjá fjórðu stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu 29. desember. 

21. desember 2018 : Þriðja stiklan úr Ríkharði III - Elísabet drottning

Hér má sjá þriðja stikluna úr hátíðarsýningu Borgarleikhússins, Ríkharði III, sem verður frumsýnd á Stóra sviðinu 29. desember.

Síða 1 af 12