Borgarleikhúsið

Benedikt leikstýrir Ég dey

10 des. 2018

Benedikt Erlingsson mun leikstýra leiksýningunni Ég dey sem verður frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins fimmtudaginn 10. janúar 2019.

Benedikt tekur við af Bergi Þór Ingólfssyni sem þurfti að hætta vegna anna en hann leikstýrir stórsýningunni Matthildi sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars. 

Ég dey er einleikur eftir Charlotte Bøving sem hún skrifar og flytur þar sem hún skoðar lífið frá sjónarhóli dauðans og dauðann frá sjónarhóli lífsins. „Ég var orðin 50 ára þegar ég uppgötvaði að ég myndi á einhverjum tímapunkti deyja. Ég furðaði mig á því hvernig ég gat komist hjá því í svona langan tíma að horfast í augu við dauðann. Þessi sýning er unnin út frá þessari uppgötvun,“ segir Charlotte.

Þetta er þriðji einleikur Charlotte, en hinir fyrri eru „Hin smyrjandi jómfrú“ og  „Þetta er lífið – og nu er kaffen klar“. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir báðar sýningarnar. 

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér .