Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið vann Lúður

12 mar. 2019

Borgarleikhúsið vann Lúður, Íslensku auglýsingaverðlaunin, fyrir í flokki samfélagsmiðla fyrir kynningarmyndbönd fyrir Ríkharð III, en tilkynnt var um verðlaunin á árlegri hátíð ÍMARK í liðinni viku.

Myndböndin voru unnin í samvinnu við Falcor og listræna stjórnendur sýningarinnar Ríkharðs III. Borgarleikhúsið var einnig tilnefnt í flokki veggspjalda fyrir Club Romantica.

Hér að neðan má sjá öll myndböndin fyrir Ríkharð III sem unnu til verðlauna.

Elísabet yngri Lafði Anna Elísabet drottning Hertogafrúin af Jórvík Margrét, ekkja Hinriks VI Ríkharður III