Borgarleikhúsið

Emil í Kattholti

Forsalan er hafin!

1 okt. 2021

Emil í Kattholti, sagan af uppátækjasama og hjartahlýja drengnum sem allir elska, eftir hina ástsælu Astrid Lindgren, mætir á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu þann 26. nóvember!


Síðan Emil kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963, hefur hann átt vísan stað í hjörtum barna jafnt sem fullorðinna um heim allan og er nafn hans samofið hugmyndum um lífsgleði og prakkaraskap. Hér kynnumst við ekki bara Emil og Ídu, litlu systur hans, heldur einnig misþolinmóðum foreldrunum þeirra Ölmu og Anton, hinni seinheppnu Línu vinnukonu, sögukonunni Týtuberja Maju, vafasömu Ráðskunni á fátækrahælinu og síðast en ekki síst stórvini Emils, Alfreð vinnumanni. Hér mun ekki skorta á fjörið þegar leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir glæsilegan hóp leikara og tónlistarmanna inn í Smálöndin sænsku. Kattholt er heill heimur ævintýra og nú lifnar hann sem aldrei fyrr í söngvum og gleði á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Forsala hefst á sýninguna í byrjun október fyrir alla þá sem eru á póstlistanum okkar. 

Hér er hægt að skrá sig á póstlista Borgarleikhússins.

Við getum ekki beðið!