Fréttamannafundur - Tilkynnt um nýtt íslenskt verk

11 jan. 2019

Í dag kl. 14:00 verður fréttamannafundur í Borgarleikhúsinu þar sem tilkynnt verður um verk sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Verkið sem um ræðir sætir miklum tíðindum í íslensku menningarlífi.

Verkið tengist einum merkasta listamanni þjóðarinnar síðustu ára. Á fréttamannafundinum verða stutt brot úr verkum listamannsins flutt á Stóra sviðinu og verður þetta mikil veisla fyrir bæði augu og eyru. 

Hægt er að horfa á beint streymi frá viðburðinum hér að neðan.

Fréttamannafundur