Borgarleikhúsið

  • Macbeth

Frumsýning á Macbeth

13 jan. 2023

Búast má við stórfenglegu sjónarspili á frumsýningu á Macbeth föstudaginn 13. janúar! 

Saga hins blóði drifna, skoska konungs Macbeths var fyrst sett á svið fyrir meira en fjögur hundruð árum en galdurinn við bestu verk Williams Shakespeare er að viðfangsefnið er eilíft og talar sífellt inn í samtímann; Líf ungs hermanns breytist þegar hann heyrir spádóm um að hann verði konungur. Mun spádómurinn rætast sjálfkrafa - eða er öruggara að Macbeth hjálpi til? Metnaður breytist í valdasýki, ofbeldi getur af sér ofbeldi og ofbeldi breytir manneskjum til frambúðar, þeim sem verða fyrir því jafnt þeim sem beita því.

En hvar liggja rætur ofbeldisins, hver er uppsprettan og hvernig breiðist það út? Getur eitt ofbeldisverk orðið að stríði? Leikstjórinn, hin litháíska Uršulė Barto er rísandi stjarna í leikhúsheimi Evrópu og kemur hingað með bæði nýja strauma og sterka hefð í farteskinu og tekst á við þetta stysta en mögulega magnaðasta verk Shakespeare ásamt einvala liði leikara og listrænna stjórnenda.

Macbeth er hátíðarsýning Leikfélags Reykjavíkur.