Borgarleikhúsið

Fyrsti samlestur á Bæng!

5 feb. 2019

Fyrsti samlestur á leikritinu Bæng! var haldinn í Borgarleikhúsinu í dag, þriðjudaginn 5. febrúar. Sýningin verður frumsýnd á Nýja sviði leikhússins föstudaginn 26. apríl.

Leikritið, sem er eftir Marius von Mayenburg, fjallar um undrabarnið Rolf Bæng, bjargvætt mannkyns - að eigin áliti. Björn Thors túlkar þetta einstaka undrabarn sem fæðist fullskapað; heiltennt og altalandi, og hans fyrsta verk er að heilla okkur öll upp úr skónum. Í augum foreldra sinna er Bæng óviðjafnanlegur í alla staði; saklaus og forvitinn drengur gæddur öllum hugsanlegum hæfileikum.

Aðrir leikarar í sýningunni eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Halldór Gylfason, Hjörtur Jóhann Jónsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir og Hafliði Arngrímsson þýddi. Listrænir stjórnendur eru Börkur Jónsson sem sér um leikmynd, Eva Signý Berger sem sér um búninga, Kjartan Þórisson sem sér um lýsingu, Garðar Borgþórsson sem sér um hljóð og tónlist, Ingi Bekk sem sér um myndbönd og Elín S. Gísladóttir sem sér um leikgervi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á samlestrinum í dag. 

Bang-samlestur-2