Borgarleikhúsið

Hundrað þúsundasti gesturinn á Elly

29 apr. 2019

Síðasta laugardag fékk Guðrún Guðmundsdóttir viðurkenningu fyrir að vera hundrað þúsundasti gesturinn sem hefur komið á sýningunni Elly í Borgarleikhúsinu. Sýningin á laugardaginn var númer 212 í röðinni en nú eru aðeins átta sýningar eftir því lokasýningin verður í lok leikársins, þann 15. júní.

Það var Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem hefur slegið í gegn í hlutverki Ellyjar, sem tilkynnti þetta í lok sýningar á laugardaginn ásamt Ragnari Bjarnasyni sem tók lagið fyrir leikhúsgesti eftir að sýningu lauk. Einnig voru mættir höfundar verksins, Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn Garðarsson sem er einnig leikstjóri sýningarinnar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar leikhópurinn, hljómsveitin og höfundar stilltu sér upp fyrir myndatöku ásamt Guðrúnu Guðmundsdóttur.