Borgarleikhúsið

Kæra Jelena – frumsýning í kvöld

12 apr. 2019

Leikritið Kæra Jelena verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöldið 12. apríl. Leikritið er eftir Ljúdmíla Razumovskaja og þýðing var í höndum Ingibjargar Haraldsdóttur og Kristínar Eiríksdóttur. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Leikritið segir frá hópi nemenda sem kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Fljótlega kemur í ljós að tilgangur heimsóknarinnar er allt annar og við tekur hrikaleg atburðarás þar sem hlutirnir fara gjörsamlega úr böndunum. Í verkinu takast á kynslóðir við stórar spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og hugsjónir.

Leikhópurinn er skipaður einni allra bestu leikkonu landsins, Halldóru Geirharðsdóttur, ásamt því besta sem yngsta kynslóð leikara á Íslandi hefur upp á að bjóða. Þetta eru þau Aron Már Ólafsson, Haraldur Ari Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Listrænir stjórnendur eru Filippía I. Elísdóttir sem sér um leikmynd og búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson sem sér um lýsingu, Valgeir Sigurðsson sér um tónlist, Elín S. Gísladóttir sem um leikgervi, Þórður Gunnar Þorvaldsson sér um hljóð og Hrafnhildur Hagalín er dramatúrg.

Kæra Jelena - stikla