Borgarleikhúsið

Sýningum frestað

Hlýjar kveðjur frá Borgarleikhúsinu

24 mar. 2021

Kæru leikhúsgestir, starfsfólk Borgarleikhússins sendir hlýjar kveðjur til gesta sinna með þakklæti í hjarta fyrir heimsóknirnar síðastliðna mánuði. 


Í samræmi við nýjar sóttvarnarreglur verður öllum sýningum í Borgarleikhúsinu frestað næstu þrjár vikurnar. Við vonum að vel gangi að ná tökum á faraldrinum og stöndum saman þangað til.

Við viljum ítreka að allir miðar eru tryggðir og enginn gestur missir sinn miða. Allir miðahafar fá tölvupóst með nánari upplýsingum. 

Við erum öll almannavarnir og Borgarleikhúsið leggur sitt af mörkum í þeirri von að við getum öll hist aftur sem allra fyrst. Þangað til, farið vel með ykkur!