Borgarleikhúsið

Leiklistarsmiðjan Léttir

9 mar. 2023

Nýverið tók Borgarleikhúsið í þriðja sinn á móti hópi barna sem eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi.


Hópurinn tók þátt í samveru og leiklistarsmiðju sem kallast Léttir og er verkefni á vegum Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem styrkt er af Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. Verkefnið er hluti af þeirri vegferð Borgarleikhússins að auka aðgengi að menningarstarfsemi hússins og er unnið í samvinnu við Teymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hjá Reykjavíkurborg.

Umsjón með verkefninu var í höndum Emelíu Antonsdóttur Crivello, Evu Halldóru Guðmundsdóttur og Höllu Bjargar Randversdóttur.