Borgarleikhúsið

Leikskólasýning ársins

12 mar. 2021

Rúmlega 1600 börn komu í heimsókn í Borgarleikhúsið nú á dögunum en leikhúsið býður elsta árgangi barna í leikskólum Reykjavíkur að kynnast töfrum leikhússins. 


Börnunum er boðið á sýningu sem er sérstaklega samin fyrir þau undir yfirskriftinni Leikskólasýning ársins. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir og leikarar eru Rakel Björk Björnsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir. Mikil eftirvænting er í loftinu að fá loksins að taka á móti þessum mikilvæga hópi leikhúsgesta. 

Ljósmynd: Sigrtryggur Ari Jóhannsson