Borgarleikhúsið

  • Elín Hall

Níu líf þriggja ára! Nýtt lag og myndband!

8 mar. 2023

Núna um helgina eru þrjú ár síðan sýningin 9líf var frumsýnd! Í tilefni af þriggja ára afmæli sýningarinnar er lagið Er nauðsynlegt að skjóta þá? eftir Bubba Morthens er komið út í flutningi Elínar Hall. 

Leikkonan Elín Hall steig nýlega inn í sýninguna 9líf í Borgarleikhúsinu í hlutverki Reiða Bubba. Stjórn upptöku lagsins og útsetning er í höndum Guðmundar Óskars og myndband gerði Elmar Þórarinsson. Hljómsveitin í leiksýningunni spilar undir.

Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands.

https://www.youtube.com/watch?v=ayQHcMvxVIM