Borgarleikhúsið

Ný stjórn Leikfélags Reykjavíkur

10 nóv. 2022

Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur var haldinn mánudaginn 31. október síðastliðinn á Nýja sviði Borgarleikhússins.


Leikfélag Reykjavíkur annast rekstur Borgarleikhússins í samræmi við samning LR við Reykjavíkurborg og félagsmenn í Leikfélaginu mynda mikilvægan bakhjarl við starfsemi leikhússins.

Á aðalfundinum var m.a. kosin ný stjórn félagsins, en stjórn ber ábyrgð á rekstri leikhússins, samþykkir fjárhagsáætlun hvers árs og ræður leikhússtjóra og framkvæmdastjóra. Eggert Benedikt Guðmundsson var endurkjörin formaður stjórnar Leikfélagsins og Hilmar Oddsson var kosin varaformaður, en hann leysir af Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, sem nú verður varamaður eftir 18 ár í stjórn félagsins. Ingibjörgu var þakkað mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í gegnum árin. Védís Hervör Árnadóttir var endurkjörin ritari og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir meðstjórnandi. Nýr stjórnarmeðlimur er Svanhildur Hólm Valsdóttir og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í stjórn.

Á aðalfundinum var einnig kosið í stjórn leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur, en hún velur leikskáld Borgarleikhússins úr hópi umsækjenda. Sitjandi stjórn sjóðsins var endurkjörin, en í henni sitja þau Vigdís Finnbogadóttir, formaður, Brynjólfur Bjarnason og Brynhildur Guðjónsdóttir.