• Kæra Jelena

Opinn samlestur á Kæru Jelenu

1 mar. 2019

Mánudaginn 4. mars kl. 13:00 verður opinn samlestur á Litla sviði Borgarleikhússins á leikritinu Kæra Jelena eftir Ljúdmíla Razúmovskaja í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Kristínar Eiríksdóttur. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir. Verkið verður frumsýnt föstudaginn 12. apríl.

Verkið fjallar um fjóra menntaskólanema sem koma óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með óvenjulega fyrirspurn.

Leikarar eru þau Aron Már Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Verkið var bannað í Rússlandi fljótlega eftir að það var skrifað en hefur síðan slegið í gegn víða um heim.

Samlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.