Borgarleikhúsið

  • 00008057-copy

Pétur Einarsson, leikari, áttræður laugardaginn 31. október

31 okt. 2020

Pétur fæddist í Vestmannaeyjum árið 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1961, lauk prófum frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1964 og fór til MA náms í háskólanum í Georgia í Bandaríkjunum 1965-66.

Pétur fæddist í Vestmannaeyjum árið 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1961, lauk prófum frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1964 og fór til MA náms í háskólanum í Georgia í Bandaríkjunum 1965-66.

Pétur var lengst af leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur en starfaði einnig við Þjóðleikhúsið. Hann var skólastjóri Leiklistarskóla Íslands frá stofnun hans 1975 til ársins 1983 og byggði þar upp grunn að leiklistarmenntun, sem fluttist síðar í Listaháskóla Íslands. Þar að auki var hann leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar 1986-88.

Fyrsta hlutverk hans var ungi herrann í Ástarhringnum eftir Arthur Schnitzler sem frumsýnt var hjá Leikfélaginu í Iðnó árið 1963 í Iðnó. Síðan hefur hann leikið á tíunda tug hlutverka í leiksýningum Leikfélagsins og kennir þar margra grasa. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975 og ári seinna titilhlutverkið í Makbeð, Pabba Joad í Þrúgum reiðinnar 1992, heimilisföðurinn Orgon í Tartuffe árið 1993. Hann lék Rodriguez í Evu Lúnu árið 1994 og ári seinna Max í Kabarett, Bazarov í Feðrum og sonum árið 1998. Aðalhlutverkið í Sölumaður deyr árið 2002. Síðasta hlutverk hans var þjónninn Firs í Kirsuberjagarðinum árið 2011.

Pétur er heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Leikfélagið og ýmiss samtök sem tengd eru leiklist.

Við óskum Pétri innilega til hamingju með afmælisdaginn og þökkum honum af dýpstu hjartarótum fyrir langa og góða samveru og samstarf. 

  • Petur-Einarsson-LER-img176Lér konungur eftir William Shakespeare sem frumsýnt var 6. Október 2000. Leikstjórn Guðjón Pedersen. Leikmynd Gretar Reynisson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Pétur leikur Lé.
  • 00008164-copySölumaður deyr eftir Arthur Miller sem frumsýnt var 25. október 2002. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Pétur leikur Willy Loman.

Ljósmyndari: Sigfús Már Pétursson