Borgarleikhúsið

  • Rocky Horror

Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror

29 sep. 2018

Laugardaginn 27. október verður Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þá gefst gestum sýningarinnar taka þátt með því að syngja með þessari vinsælu tónlist og klæða sig upp í föt sem tengjast sýningunni

 Íslenskum textum laganna verða á skjám sitthvoru megin við sviði, en þessa texta samdi Bragi Valdimar Skúlason sérstaklega fyrir uppfærslu Borgarleikhússins. 

Rocky Horror var frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á þessu ári. Sýningin sló miðasölumet í febrúar þegar 4580 miðar seldust á sérstökum forsöludegi en þá voru þegar 13 sýningar uppseldar. Nú hafa rúmlega 32 þúsund manns sé sýninguna. 

Páll Óskar Hjálmtýsson fer með aðalhlutverkið í sýningunni, hlutverk Frank N Furter, en hann lék þetta hlutverk síðast í uppfærslu MH á söngleiknum árið 1991. Aðrir leikarar í sýningunni eru Valdimar Guðmundsson sem leikur Eddie, Arnar Dan Kristjánsson – Rocky, Björn Stefánsson - Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir – Magenta, Halldór Gylfason – sögumaður, Haraldur Ari Stefánsson - Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir - Dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir – Columbia og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss.

Miðasala á Sing-a-long- og búningasýninguna er hafin á borgarleikhus.is.

Kynsnillingur