Borgarleikhúsið

Sólveig Guðmundsdóttir komin á samning

6 ágú. 2021

Leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir hefur gert samning við Borgarleikhúsið en Sólveig hefur verið sjálfstætt starfandi leikkona síðastliðin 19 ár.


Sólveig útskrifaðist sem leikkona frá The Arts Educational School of Acting í London árið 2002 og hefur leikið síðan hin ýmsu hlutverk bæði í leikhúsum og sjónvarpi. Sólveig hlaut Grímuverðlaunin sem leikkona ársins í aðalhlutverki árið 2017 fyrir leik sinn í Sóley Rós ræstitæknir og aftur 2019 fyrir leik sinn í Rejunion sem sýnt var í Tjarnarbíó. Sólveig hlaut einnig Menningarverðlaun DV 2017 fyrir leik sinn í Illsku og Sóley Rós.

Síðastliðin vetur lék Sólveig í tveim uppfærslum í Borgarleikhúsinu sem voru samstarfsverkefni við sjálfstæða leikhópa. Það voru verkin Stúlkan sem stöðvaði heiminn í uppsetningu Leikhópsins 10 fingur og Er ég mamma mín? í uppsetningu Kvenfélagsins Garps. Núna er þetta í fyrsta sinn sem Sólveig gerir fastan samning við leikhús og mun hún hefja leikárið á því að leika í Emil í Kattholti sem leikstýrt verður af Þórunni Örnu Kristjánsdóttur.