• Borgarleikhusid

Hlýjar kveðjur

19 okt. 2020

Starfsfólk Borgarleikhússins sendir hlýjar kveðjur í haustsól. Nú er ljóst að núgildandi samkomutakmarkanir verða í gildi næstu þrjár vikurnar.

Við hlökkum ólýsanlega til að taka á móti ykkur um leið og við getum opnað okkar dyr að nýju. Farið vel með ykkur og sjáumst fljótt!

Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur.