Borgarleikhúsið

Unga kynslóðin í Borgarleikhúsið

9 apr. 2021

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir í leikhúsinu hafa fyrstu þrír mánuðir ársins verið glimrandi góðir fyrir ungu kynslóðina sem hefur aldeilis sett sitt mark á starfið í Borgarleikhúsinu en 7553 börn hafa mætt í heimsókn á þessum tíma. 


Þrír árgangar fengu boð í leikhúsið að sjá þrjár ólíkar sýningar. 5 ára börn fengu boð á Leikskólasýningu ársins, 11 ára krakkar komu og sáu Stúlkuna sem stöðvaði heiminn og 15 ára unglingar fengu boð á sýninguna Allt sem er frábært. Þessar heimsóknir voru afar lukkulegar og sum börnin að stíga inn í leikhús í fyrsta sinn. 

Stór hópur af krökkum komu í Borgarleikhúsið til að taka þátt í Skrekk, hæfileikakeppni Grunnskólanemenda í Reykjavík. 

Barnaverkin Gosi, Fuglabjargið og Stúlkan sem stöðvaði heiminn hafa einnig fengið marga unga gesti til sín. 

Borgarleikhúsið er afar þakklát fyrir þessar dýrmætu heimsóknir!

Ljósmynd: Sigrtryggur Ari Jóhannsson