ævi
- Nýja sviðið
- Frumsýning 5. september 2020
Okkar fyrsti andardráttur, þar sem við erum glæný í þessum heimi, til okkar síðustu útöndunar. Það er ævin. Oftast er hún löng, stundum er hún styttri. Við förum okkar eigin leið, hvert og eitt okkar, í okkar eigin vegferð, eigum okkar eigin ævi.
ævi
Okkar fyrsti andardráttur, þar sem við erum glæný í þessum heimi, til okkar síðustu útöndunar. Það er ævin. Oftast er hún löng, stundum er hún styttri. Við förum okkar eigin leið, hvert og eitt okkar, í okkar eigin vegferð, eigum okkar eigin ævi.
Fæðing, þroski, forvitni, vinátta, hamingja, fjölskylda, reynsla, von, vonbrigði, dauði. Á leiðinni söfnum við lögum af reynslu og tilfinningum. Á leiðinni losum við okkur við lög af reynslu og tilfinningum. Við lærum að stíga til jarðar, feta okkar leið, taka ákvarðanir, vera við stjórnvölinn. Við lærum að vinna og tapa, kynnumst sorg og gleði, stjórn og stjórnleysi, mjúkum höndum og hrjúfum höndum. Við erum til staðar fyrir aðra, við erum til staðar fyrir okkur sjálf.
Inga Maren Rúnarsdóttir túlkar æviskeiðin ásamt því að vera höfundur sýningarinnar í samstarfi við Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur sem hannar búninga og sviðsmynd. Sjónræn ánægja er höfð í fyrirrúmi og vinna þær Inga Maren og Júlíanna í nánu samstarfi að heildarútkomu verksins. Tónlist eftir Ólaf Arnalds fléttar heildina saman en unnið verður með bæði þekkt og óþekkt lög eftir hann.
Hugmyndin er byggð á sjónvarpsþáttaröðinni Ævi sem Sigríður Halldórsdóttir skapaði í samvinnu við Rúv.
Listrænir stjórnendur
Danshöfundur og dansari
Inga Maren Rúnarsdóttir
Búningar og leikmynd
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist
Ólafur Arnalds
Ljós
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Ljósmyndir
Saga Sigurðardóttir
Búningagerð
Búningadeild Borgarleikhússins
Sviðsmyndagerð
Damatúrgísk ráðgjöf
Ásgeir Helgi Magnússon
Verkið er styrkt af listamannalaunum, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn.
Frumsýnt haustið 2020 á Nýja sviði Borgarleikhússins.