Helgi Þór rofnar

 • Nýja sviðið
 • Frumsýnt 17. janúar 2020
 • Væntanleg

Lífið er dálítið niðurdrepandi á útfararstofu Jóns. Samt kviknar smá lífsneisti með syni hans, Helga Þór líksnyrti, þegar aðstandandi líksins á börunum birtist; ung stelpa sem hann þekkir. Það lifnar yfir þeim báðum, þau skilja hvort annað og eru að byrja að tengjast þegar Jón mætir á svæðið.

Helgi Þór rofnar

Lífið getur verið svo niðurdrepandi

Lífið er dálítið niðurdrepandi á útfararstofu Jóns. Samt kviknar smá lífsneisti með syni hans, Helga Þór líksnyrti, þegar aðstandandi líksins á börunum birtist; ung stelpa sem hann þekkir. Það lifnar yfir þeim báðum, þau skilja hvort annað og eru að byrja að tengjast þegar Jón mætir á svæðið. Hann er móður og másandi eftir að hafa séð sýnir og kastar fram spádómi um að líf Helga sé í stórhættu. Og þar með byrjar allt. Helgi Þór rofnar er drepfyndið og spennandi leikrit um það hvort maðurinn komist undan sögunni um sig, geti losað sig úr álögum og hætt að trúa á spádóma.

Þetta er fimmta verkið sem Tyrfingur Tyrfingsson frumsýnir í Borgarleikhúsinu en fá af leikskáldum nýrrar kynslóðar hafa vakið jafn mikla athygli og notið jafn mikillar hylli. Áður hafa Kartöfluæturnar, Auglýsing ársins, Bláskjár og Skúrinn á sléttunni verið sýnd hér og kynnt á leiklistarhátíðum í Evrópu. Von er á uppfærslu á Kartöfluætunum í einu virtasta leikhúsi Hollands, Toneelgroep Oostpool sem hefur einnig tryggt sér réttinn á þessu nýja verki: Helgi Þór rofnar.

Leikarar

 • /media/leikarar/img_0225abw.jpgBergur Þór Ingólfsson
 • /media/leikarar/img_0081bw.jpgHilmar Guðjónsson
 • /media/leikarar/img_9803bw.jpgHjörtur Jóhann Jónsson
 • /media/leikarar/img_0340abw.jpgÞuríður Blær Jóhannsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Tyrfingur Tyrfingsson

 • Leikstjórn

  Stefán Jónsson

 • Leikmynd

  Gretar Reynisson

 • Búningar

  Stefanía Adolfsdóttir

 • Lýsing

  Pálmi Jónsson

 • Leikgervi

  Margrét Benediktsdóttir

 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson


Eitur

Áfallið sem sprengdi hjónabandið eltir þau eins og skuggi. Hann fór til Frakklands og hóf nýtt líf. Hún var um kyrrt í húsinu þeirra og hefur reynt að aðlaga sig sorginni. Tíu árum eftir skilnað hittast þau aftur við óvæntar aðstæður.

Nánar

Matthildur

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl.

Nánar