Jólasýning Listdansskóla Íslands

  • Stóra sviðið
  • Verð: 3.200 kr.
  • Sýningar hefjast 2. desember

Jólasýning Listdansskóla Íslands verður á stóra sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 2. desember kl 12 & 14:30. Efnisskrá sýningarinnar verður fjölbreytt að vanda og ættu flestir að fá eitthvað við sitt hæfi, verk eftir þekkta danshöfunda sem og kennara skólans.

Jólasýning Listdansskóla Íslands

Sýnt verður brot úr The Dreamer eftir Jerome Robbins en í ár eru 100 ár frá fæðingu þess þekkta danshöfundar. Nútímadeildin dansar verk eftir Benjamin Scott Riggs kennara við skólann og í atriðum grunndeildarinnar svífur jólaandinn yfir vötnum. Sýningin er sameiginleg með bæði grunn- og framhaldsdeild og tekur rúmar 80 mínútur (það verður ekkert hlé) 
Foreldrafélag Listdansskóla Íslands mun standa að blómasölu fyrir sýninguna en allur ágóði rennur til ýmissa verkefna  í skólastarfinu.

Það eru 66 ár síðan Listdansskóli Íslands, þá Listdansskóli Þjóðleikhússins tók til starfa. Frá þeim tíma hefur mikill fjöldi dansara stundað nám við skólann og seinna orðið atvinnudansarar, kennarar, danshöfundar og listrænir stjórnendur.  Þar fyrir utan er auðvitað mikill fjöldi sem ekki gerði danslistina að atvinnu en hafa engu að síður notið góðs af náminu við skólann. 

Við erum mjög stolt yfir því að hafa fóstrað alla þessa danslistamenn í gegnum tíðina og fáum vonandi að gera það áfram um ókomna tíð. Það er aldrei að vita nema einhverjir framtíðarlistamenn dansi á þessari sýningu - það eru amk mjög margir sem hafa alla burði til að verða flottir dansarar.  

Ég dey

„Ég var orðin 50 ára þegar ég uppgötvaði að ég myndi á einhverjum tímapunkti deyja. Ég furðaði mig á því hvernig ég gat komist hjá því í svona langan tíma að horfast í augu við dauðann. Þessi sýning er unnin út frá þessari uppgötvun.”

Nánar

Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri

Óður og Flexa snúa aftur í rafmögnuðu ævintýri á Listahátíð í Reykjavík 2018.

Nánar