Borgarleikhúsið

Útskriftarsýning Danslistarskóla JSB

Útskriftarsýning Danslistarskóla JSB

Útskriftarnemar af Listdansbraut JSB sýna frumsköpuð dansverk úr eigin smiðju. Verkin eru útskriftarverkefni nemenda í danssmíðum, unnin í vetur undir handleiðslu Irmu Gunnarsdóttur og Rósu Rúnar Aðalsteinsdóttur.

Yngstu nemendur af listdansbraut skólan koma einnig fram í sýningunni sem sérstakir gestir en rúsínan í pylsuendanum er frumsamið dansverk eftir Katrínu Ingvadóttur danslistarkonu. Verkið er sérstaklega samið fyrir útskriftarárgang JSB 2019. Að lokinni sýningu fer fram útskriftarathöfn á sviði.

Vinir, vandamenn, nemendur JSB og aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.

Miðaverð: 2700 kr.