Borgarleikhúsið

Starfsfólk

Aldís Amah Hamilton

Aldís Amah Hamilton útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2016 en hafði þá þegar þreytt frumraun sína á stóra sviði Þjóðleikhússins í Óþelló. Síðan þá hefur hún leikið á sviði en þó enn frekar í sjónvarpi og kvikmyndum sem og tölvuleikjum. Af eftirtektarverðum verkefnum má nefna sjónvarpsseríurnar Fanga, Varga og Svörtu sanda en í þeirri síðastnefndu var hún einnig einn af handritshöfundum.