Borgarleikhúsið

Starfsfólk

Íris Tanja Flygenring

Íris Tanja Flygenring útskrifaðist af leikaradeild LHÍ vorið 2016. Hún hefur frá útskrift látið til sín taka með sjálfstæðu leikhúsunum og má þar nefna Blóðugu kanínuna með Fimbulvetri og Samdrætti með leikhópnum Silfru. Hún æfði ballet með Listdanskóla Íslands og kom fram með San Fransisco ballettinum í Svanavatninu. Af verkefnum í sjónvarpi má nefna Fanga, Ófærð og Kötlu en þar fór hún með annað aðalhlutverkið. Hún hlaut Grímuverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki árið 2023. 

Iris_tanja