Borgarleikhúsið

Starfsfólk

Jóhanna Vigdís Arnardóttir

Jóhanna Vigdís Arnardóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1999 en einnig hefur hún lokið burtfararprófum í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Þá er hún með MBA próf frá HR og BA próf í frönsku frá HÍ. Hún var lengi fastráðin við Borgarleikhúsið og fór m.a. með burðarhlutverk í Chicago, Kysstu mig Kata, Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma Mia! Jóhanna hefur einnig leikið töluvert í sjónvarpi og komið fram sem söngkona. Hún hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til bæði Grímunnar og Eddunnar.