Borgarleikhúsið

Jörundur Ragnarsson

Jörundur Ragnarsson útskrifaðist með BFA gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006. Eftir útskrift lék hann í fjölda leiksýninga í flestum leikhúsum landsins. Hann útskrifaðist 2016 með M.F.A. gráðu í kvikmyndaleikstjórn og handritaskrifum frá Columbia háskóla í New York. Jörundur hefur að auki leikið á annan tug hlutverka í sjónvarpi og kvikmyndum. Síðustu verk hans í Borgarleikhúsinu eru Bara smástund!, Mátulegir og Prinsessuleikarnir. Hann hefur fengið fjölmargar tilnefningar bæði til Grímunnar og Eddunnar og hlotið þá síðarnefndu tvisvar.