Borgarleikhúsið

Rakel Björk Björnsdóttir

Rakel Björk útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019. Hún er einnig menntuð söngkona og hennar fyrsta hlutverk eftir útskrift var í söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu. Rakel hefur leikið í sjónvarpi og kvikmyndum auk þess að koma fram sem söngkona hljómsveitarinnar Þau. Hún fer með hlutverk í Ofurmúsinni og Níu líf í Borgarleikhúsinu.