Borgarleikhúsið

Sólveig Arnarsdóttir

Sólveig Arnarsdóttir útskrifaðist frá Ernst Busch leiklistarskólanum í Berlín árið 2000 og hefur síðan leikið mikið bæði í Þýskalandi og á Íslandi. Hún hefur starfað jafnt á leiksviði sem í kvikmyndum og sjónvarpi og síðustu ár verið fastráðin við hið fræga Volksbühne leikhús í Berlín. Hún hóf störf við Borgarleikhúsið haustið 2021 og af nýlegum verkefnum hennar má nefna Macbeth, Prinsessuleikana og Með Guð í vasanum. Sólveig hefur hlotið fjölda tilnefninga og verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndum og á sviði, bæði innanlands og erlendis.