Borgarleikhúsið

Starfsfólk

Valdimar Guðmundsson

Valdimar Guðmundsson er þekktur sem söngvari og tónlistarmaður úr Bítlabænum Keflavík en hann hefur einnig haslað sér völl á leiksviðinu. Þetta er í þriðja sinn sem hann stígur á svið í Borgarleikhúsinu en áður hafði hann leikið, spilað og sungið í sýningunum Milljarðamærin snýr aftur og Rocky Horror.