Borgarleikhúsið

Bæng!

 • Nýja sviðið
 • 2 klst. og 20 mín., eitt hlé
 • Verð: 6.550 kr.
 • Sýningum lokið
 • Sýningum á Bæng! er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.

Leikritið fjallar um undrabarnið Rolf Bæng, bjargvætt mannkyns - að eigin áliti.

Bæng!

Alltof mikið testósterón

Leikritið fjallar um undrabarnið Rolf Bæng, bjargvætt mannkyns - að eigin áliti. Björn Thors túlkar þetta einstaka undrabarn sem fæðist fullskapað; heiltennt og altalandi, og hans fyrsta verk er að heilla okkur öll upp úr skónum. Í augum foreldra sinna er Bæng óviðjafnanlegur í alla staði; saklaus og forvitinn drengur gæddur öllum hugsanlegum hæfileikum.

Foreldrarnir eru víðsýnt, vel stætt og gott fólk sem er staðráðið í að ala upp óskabarn þjóðar. Ekkert getur hindrað Bæng í að ná á toppinn, hvorki konur né almenn velsæmismörk.  Hann mun breyta heiminum - hvort sem okkur líkar það betur eða verr og hefst handa strax í móðurkviði þar sem hann ryður tvíburasystur sinni úr vegi.

Bæng! er spánnýtt verk eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg. Það er gegnsýrt af pólitískum tilfinningum og kolsvörtum húmor sem ekkert er heilagt. 

Bæng! - stikla

Gagnrýni

Björn hefur sterk tök á ólíkindatólinu Hrólfi og eftirtektarvert er að sjá hversu góð líkamsbeiting hans er, á einni stundu ungbarn og á þeirri næstu fullvaxta maður.

SJ. Fréttablaðið.

Bæng! er mörgu leiti sterk sýning og kraftmikill texti Mariusar von Mayerburgs skilar sér vel í vandaðri þýðingu Hafliða Arngrímssonar.

ÞSH. Víðsjá.

Björn er oft og iðulega bráðfyndinn hér.

ÞT. Morgunblaðið.

 • /media/baeng/20190416-_dsc6532.jpg

Leikarar

 • Björn ThorsRolf Bæng
 • Brynhildur Guðjónsdóttir
 • /media/leikarar/david-thor-katrinarson.jpgDavíð Þór Katrínarson
 • /media/leikarar/halldor-gylfason.jpgHalldór Gylfason
 • Hjörtur Jóhann Jónsson
 • Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Marius von Mayenburg

 • Þýðing

  Hafliði Arngrímsson

 • Leikstjórn

  Gréta Kristín Ómarsdóttir 

 • Leikmynd

  Börkur Jónsson

 • Búningar

  Eva Signý Berger

 • Lýsing

  Kjartan Þórisson

 • Tónlist

  Garðar Borgþórsson

 • Myndband

  Ingi Bekk

 • Leikgervi

  Elín S. Gísladóttir

 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson