Leikritið fjallar um undrabarnið Rolf Bæng, bjargvætt mannkyns - að eigin áliti.

Bæng!

Alltof mikið testósterón

Leikritið fjallar um undrabarnið Rolf Bæng, bjargvætt mannkyns - að eigin áliti. Björn Thors túlkar þetta einstaka undrabarn sem fæðist fullskapað; heiltennt og altalandi, og hans fyrsta verk er að heilla okkur öll upp úr skónum. Í augum foreldra sinna er Bæng óviðjafnanlegur í alla staði; saklaus og forvitinn drengur gæddur öllum hugsanlegum hæfileikum.

Foreldrarnir eru víðsýnt, vel stætt og gott fólk sem er staðráðið í að ala upp óskabarn þjóðar. Ekkert getur hindrað Bæng í að ná á toppinn, hvorki konur né almenn velsæmismörk.  Hann mun breyta heiminum - hvort sem okkur líkar það betur eða verr og hefst handa strax í móðurkviði þar sem hann ryður tvíburasystur sinni úr vegi.

Bæng! er spánnýtt verk eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg. Það er gegnsýrt af pólitískum tilfinningum og kolsvörtum húmor sem ekkert er heilagt. 

Leikarar

 • Björn ThorsRolf Bæng
 • Brynhildur Guðjónsdóttir
 • /media/leikarar/david-thor-katrinarson.jpgDavíð Þór Katrínarson
 • /media/leikarar/halldor-gylfason.jpgHalldór Gylfason
 • Hjörtur Jóhann Jónsson
 • https://www.borgarleikhus.is/media/leikarar/img_9938abw.jpgÞórunn Arna Kristjánsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Marius von Mayenburg

 • Þýðing

  Hafliði Arngrímsson

 • Leikstjórn

  Gréta Kristín Ómarsdóttir 

 • Leikmynd

  Börkur Jónsson

 • Búningar

  Eva Signý Berger

 • Lýsing

  Kjartan Þórisson

 • Tónlist

  Garðar Borgþórsson

 • Myndband

  Ingi Bekk

 • Leikgervi

  Elín S. Gísladóttir

 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson

 

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Jón Gnarr stígur á svið í Borgarleikhúsinu í janúar með nýja sýningu þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans ferli. Fáir segja sögur eins og hann og enn færri hafa frá jafn mörgu að segja. 

Nánar

Fólk, staðir og hlutir

Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma.

Nánar