Borgarleikhúsið

Caligula

 • Stóra sviðið
 • Verð: 6.950 kr.
 • Frumsýning 19. mars
 • Væntanleg
 • Miðasala er ekki hafin á sýninguna Caligula. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Við dauða systur sinnar verður Caligula, ungur og efnilegur keisari Rómaveldis, meðvitaður um tilgangsleysi og fáránleika veruleikans sem nú virðist óbærilegur. Upp frá því er hann harmi sleginn og fullur af biturð og hryllingi. 

Caligula

Ég er ennþá lifandi

Við dauða systur sinnar verður Caligula, ungur og efnilegur keisari Rómaveldis, meðvitaður um tilgangsleysi og fáránleika veruleikans sem nú virðist óbærilegur. Upp frá því er hann harmi sleginn og fullur af biturð og hryllingi. Hann er haldinn gríðarlegri þráhyggju og finnst hann knúinn til að takast á við hið ómögulega; hann vill eignast tunglið, láta himin og haf renna saman og læra að skilja leyndardóma dauðans. Hann lætur reyna á þolmörk valds síns sem keisara og heldur því fram að þar sem lífið sé brjálæði, verði hann að stjórna með brjálæði. Hann skipar fyrir um aftökur og pyntingar til þess eins að láta reyna á almenna skynsemi og rökhugsun og vill þannig á kerfisbundinn hátt snúa upp á öll gildi mannsins.

Í formála Caligula segir höfundurinn, Albert Camus, að ef köllun Caligula hafi verið að segja örlögunum stríð á hendur séu mistök hans falin í því að afneita tengingu sinni við mennskuna. Manneskjan getur ekki eyðilagt allt án þess að eyðileggja sjálfa sig um leið.

Samstarf við Íslenska dansflokkinn.

Leikarar

 • Aron Már Ólafsson
 • Björn Stefánsson
 • Esther Talía Casey
 • Halldóra Geirharðsdóttir
 • Hjörtur Jóhann Jónsson
 • Sigurður Þór Óskarsson
 • Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Albert Camus

 • Þýðing

  Friðrik Rafnsson

 • Leikstjórn

  Javor Gardev

 • Leikmynd

  Vytautas Narbutas

 • Búningar

  Filippía I. Elísdóttir

 • Lýsing

  Ingi Bekk

 • Tónlist

  Hatari/
  Einar Stefánsson
  Klemens Hannigan

 • Danshöfundur

  tilkynnt síðar
 • Leikgervi

  Elín Sigríður Gísladóttir 

 • Hljóð

  Þórður Gunnar Þorvaldsson