Borgarleikhúsið

Dísablót

  • Nýja sviðið
  • Verð: 5.900 kr.
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Dísablót er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa kort

Dísablót er magnað og einstakt danskvöld þar sem sýnd eru tvö ný íslensk dansverk.

Dísablót

Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur við frumsamda tónlist Áskels Harðarsonar. 

Verk nr. 1 er óhóflegt og óheflað. Stjórnlaus, skipulögð og seiðandi þvæla. Fjarlægt og fjarrænt en andar ofan í hálsmálið á þér. Það er einn, tveir, þrír og margir. Hver og einn einstakur en sameinaður. Sambönd og sundrung. Átök og árekstrar. Strúktúr og styrkur. Mýkt og næmni. Þar er kafað og grafið, dýpra og dýpra. Tími og rými stækka og skapa rými fyrir hreyfingu líkama, huga og hjarta. Titringur. Tilgangur. Athygli. Það er alltaf en aldrei viðkvæmt og nákvæmt.

Verk nr. 1 er eitt mögulegt dansverk skapað á þessum stað í tíma og rúmi. Það hefur óendanleg sjónarhorn, að innan jafnt sem utan. Það er fyrsta dansverkið í samnefndri röð verka eftir danshöfundinn Steinunni Ketilsdóttur sem sprettur upp af rannsóknarverkefninu EXPRESSIONS: virði og vald væntinga í dansi þar sem stöðugt er leitað að hinum dansinum, hinsegin dansi, okkar dansi. 



Pottþétt myrkur eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson við tónlist Sigur Rósar og Valdimars Jóhannssonar.

Umvefðu skugga þinn og magnleysi, faðmaðu myrkrið!

 Myrkrið er hlýtt og umvefjandi. Þar getur maður sofið vært og ferðast um í draumalandi eða horfið aftur í móðurkvið. Verið varnarlaus. En myrkrið er líka ógnvekjandi, ríki martraðar og einmanaleika, lén hungraðra drauga sem eigra þar um í leit að létti eða fullnægju. Þeir leita í sífellu ljóssins sem varpar skugga á aðra, en geta þó aldrei ekki satt hungur sitt, svo ærandi er tómleikinn; óveðrið sem þeir láta okkur kljást við um alla tíð. 

Pottþétt myrkur er lokakaflinn í röð verka um myrkrið og berskjöldun líkamans. Magnað og tilfinningaþrungið dansverk sem hrífur mann með sér.

Making of

Listrænir stjórnendur

  • Dansarar

    Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir


    Erna Gunnarsdóttir 


    Ernesto Camilo Aldazabal Valdes


    Félix Urbina Alejandre


    Hannes Þór Egilsson

    
Inga Maren Rúnarsdóttir


    Sigurður Andrean Sigurgeirsson

    
Una Björg Bjarnadóttir


    Þyri Huld Árnadóttir

  • Höfundar

    Steinunn Ketilsdóttir

    Erna Ómarsdóttir

    Valdimar Jóhannsson

  • Tónlist

    Áskell Harðarson

    Sigur Rós

    Valdimar Jóhannsson

  • Lýsing

    Björn Bergsteinn Guðmundsson

  • Hljóð

    Baldvin Þór Magnússon

  • Búningar

    Alexía Rós Gylfadóttir


    Rebekka Jónsdóttir