Eitur

 • Litla sviðið
 • 1 klst. og 30 mín., ekkert hlé
 • Verð: 6.750 kr.
 • Sýningum lokið

Áfallið sem sprengdi hjónabandið eltir þau eins og skuggi. Hann fór til Frakklands og hóf nýtt líf. Hún var um kyrrt í húsinu þeirra og hefur reynt að aðlaga sig sorginni. Tíu árum eftir skilnað hittast þau aftur við óvæntar aðstæður.

Eitur

Hvað áttu eftir stærsta missi lífs þíns?

Áfallið sem sprengdi hjónabandið eltir þau eins og skuggi. Hann fór til Frakklands og hóf nýtt líf. Hún var um kyrrt í húsinu þeirra og hefur reynt að aðlaga sig sorginni. Tíu árum eftir skilnað hittast þau aftur við óvæntar aðstæður. Fortíðin nagar og óuppgerðir hlutir líta dagsins ljós og sumum tilfinningum verður ekki lýst með orðum. Þau dansa á hárfínni línu afbrýðisemi, söknuðar, væntumþykju, biturðar og kraumandi ástríðna. Og í sameiningu þurfa þau nú að taka afdrifaríka ákvörðun.

Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við kyngimögnuð hlutverk í margverðlaunuðu leikriti um sorgina í ástinni í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Eitur er hollenskt leikrit sem hefur farið sigurför um heiminn undanfarinn áratug og verið þýtt á yfir tuttugu tungumál. Leikskáldið Lot Vekemans skrifar af óvenjulegri skarpskyggni um sameiginleg örlög tveggja einstaklinga sem gera úrslitatilraun til að sættast við fortíðina. 

Gagnrýni


Leikarar

 • /media/leikarar/nina-dogg.jpgNína Dögg Filippusdóttir
 • /media/leikarar/img_9640abw.jpgHilmir Snær Guðnason

Gagnrýni

Átakanleg sýning um uppgjör við lífið og dauðann.

SJ. Fréttablaðið.

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Lot Vekemans

 • Þýðing

  Ragna Sigurðardóttir

 • Leikstjórn

  Kristín Jóhannesdóttir

 • Leikmynd

  Börkur Jónsson

 • Búningar

  Þórunn María Jónsdóttir

 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson

 • Leikgervi

  Elín Sigríður Gísladóttir

 • Hljóð og tónlist

  Garðar Borgþórsson


Stórskáldið

Heimildarmyndagerðarkonan Rakel er stödd í niðurníddum iðnaðarbæ, djúpt í Amazon-frumskóginum, ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga. Þau eru að gera heimildarmynd um föður Rakelar sérvitra Nóbelskáldið Benedikt, sem er dauðvona.

Nánar

Umbúðalaust - Kartöflur

Kartaflan fjölgar sér með spírum í móðurlegg og er ófær um að tjá sig. Hún er stolt jarða sinna, hún er kölluð Keisari eða Blálandsdrottning, Premiere eða Eyvindur nú eða einfaldlega Helga, eftir ræktunarkonu sinni Helgu Gísladóttur frá Unnarsholtskoti í Hrunamannahreppi.

Nánar