Fólk, staðir og hlutir

 • Litla sviðið
 • 2 klst., eitt hlé
 • Verð: 6.550 kr.
 • Sýningum lokið

Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma.

Fólk, staðir og hlutir

Lífið er ekki nógu ávanabindandi

Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma.

Leikkonan Emma er alkóhólisti og lyfjafíkill sem fellst loks á að fara í afvötnun á meðferðar-stofnun eftir klúður á sviði. Þótt hún virðist öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið kraumar harðsvíraður fíkill undir niðri - sem ekkert er heilagt. Emma er heillandi, klár og meinfyndin og velgir því meðferðarfulltrúum sínum verulega undir uggum enda er fíkillinn meistari í lygum.

Fólk, staðir, hlutir er eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan og gekk fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015. Það er nístandi lýsing á meðferð frá upphafi til enda þar sem aðalpersónan gengur í gegnum allar þær vítiskvalir sem slíkri meðferð fylgja. Efniviðurinn er áleitinn enda stendur hann mörgum nærri þar sem fjallað er um fíknimeðferð á nýstárlegan, áhrifamikinn en um leið grátbroslegan hátt. Um leið er þessari áleitnu spurningu varpað fram: Komumst við vímulaus af í þessum geggjaða heimi? 

Í samstarfi við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló.

Stikla

 

Gagnrýni

Nestuð safaríkum efnivið vinnur Nína Dögg sannkallaðan leiksigur í hlutverki fíkilsins og þetta er áhrifaríkasta frammistaða leikara á leikárinu.

SBH. Morgunblaðið

Áferðarfögur og vel leikin sýning sem skapar eftirminnilega kvöldstund.

SJ. Fréttablaðið

Líklega ein besta frammistaða leikkonu sem við höfum séð, hjá Nínu Dögg Filippusdóttur.

BS. Kastljós, RÚV.

 

Leikarar

 • Björn Thors
 • Edda Björg Eyjólfsdóttir
 • Hannes Óli Ágústsson
 • Jóhann Sigurðarson
 • Maríanna Clara Lúthersdóttir
 • /media/leikarar/nina-dogg.jpgNína Dögg Filippusdóttir
 • /media/leikarar/sigrun-edda.jpgSigrún Edda Björnsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Duncan Macmillan

 • Þýðing

  Garðar Gíslason
 • Leikstjórn

  Gísli Örn Garðarsson

 • Leikmynd

  Börkur Jónsson

 • Búningar

  Katja Ebbel Fredriksen

 • Lýsing

  Þórður Orri Pétursson

 • Tónlist

  Gaute Tönder og Frode Jacobsen

 • Leikgervi

  Árdís Bjarnþórsdóttir

 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson

Um hvað syngjum við

Um hvað syngjum við er hrífandi og skemmtilegt dansverk eftir hin velkunna danshöfund Pieter Ampe.

Nánar

Rocky Horror

Fjörið heldur áfram fyrir fullu húsi á Stóra sviðinu - fyrir þau sem eiga eftir að prófa í fyrsta skipti og líka fyrir þau sem vilja fá það aftur. Í þessum sígilda tímamótasöngleik leitar kærustuparið, Brad og Janet, ásjár í gömlum kastala í aftakaveðri eftir að springur á bílnum hjá þeim.

Nánar