Borgarleikhúsið

Fólk, staðir og hlutir

  • Litla sviðið
  • 2 klst., eitt hlé
  • Verð: 6.550 kr.
  • Sýningum lokið

SBH. Morgunblaðið.

SJ. Fréttablaðið.

  • Sýningum á Fólk, staðir og hlutir er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa kort

Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma.

Fólk, staðir og hlutir

Lífið er ekki nógu ávanabindandi

Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma.

Leikkonan Emma er alkóhólisti og lyfjafíkill sem fellst loks á að fara í afvötnun á meðferðar-stofnun eftir klúður á sviði. Þótt hún virðist öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið kraumar harðsvíraður fíkill undir niðri - sem ekkert er heilagt. Emma er heillandi, klár og meinfyndin og velgir því meðferðarfulltrúum sínum verulega undir uggum enda er fíkillinn meistari í lygum.

Fólk, staðir, hlutir er eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan og gekk fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015. Það er nístandi lýsing á meðferð frá upphafi til enda þar sem aðalpersónan gengur í gegnum allar þær vítiskvalir sem slíkri meðferð fylgja. Efniviðurinn er áleitinn enda stendur hann mörgum nærri þar sem fjallað er um fíknimeðferð á nýstárlegan, áhrifamikinn en um leið grátbroslegan hátt. Um leið er þessari áleitnu spurningu varpað fram: Komumst við vímulaus af í þessum geggjaða heimi? 

Í samstarfi við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló.

Stikla

 

Gagnrýni

Nestuð safaríkum efnivið vinnur Nína Dögg sannkallaðan leiksigur í hlutverki fíkilsins og þetta er áhrifaríkasta frammistaða leikara á leikárinu.

SBH. Morgunblaðið

Áferðarfögur og vel leikin sýning sem skapar eftirminnilega kvöldstund.

SJ. Fréttablaðið

Líklega ein besta frammistaða leikkonu sem við höfum séð, hjá Nínu Dögg Filippusdóttur.

BS. Kastljós, RÚV.

 

Leikarar

  • Björn Thors
  • Edda Björg Eyjólfsdóttir
  • Hannes Óli Ágústsson
  • Jóhann Sigurðarson
  • Maríanna Clara Lúthersdóttir
  • /media/leikarar/nina-dogg.jpgNína Dögg Filippusdóttir
  • /media/leikarar/sigrun-edda.jpgSigrún Edda Björnsdóttir

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Duncan Macmillan

  • Þýðing

    Garðar Gíslason
  • Leikstjórn

    Gísli Örn Garðarsson

  • Leikmynd

    Börkur Jónsson

  • Búningar

    Katja Ebbel Fredriksen

  • Lýsing

    Þórður Orri Pétursson

  • Tónlist

    Gaute Tönder og Frode Jacobsen

  • Leikgervi

    Árdís Bjarnþórsdóttir

  • Hljóð

    Garðar Borgþórsson