Kvenfólk

 • Nýja sviðið
 • 2 klst., eitt hlé
 • Verð: 6.550 kr.
 • Sýningum lokið

Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttunni.

Kvenfólk

Allra síðasta sýning!

Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttunni. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum. Hundur í óskilum veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar. Búðu þig undir drepfyndna sagnfræði með söngvum. Kvenfólk sló í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar s.l. vetur og var tilnefnd til þrennra grímuverðlauna.

Hundur í óskilum er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaun árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu á Akureyri og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið.

Gestasýning frá Leikfélagi Akureyrar.

 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur1.jpg
 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur2.jpg
 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur3.jpg
 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur4.jpg
 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur5.jpg
 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur6.jpg
 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur7.jpg
 • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur8.jpg

Leikarar

 • /media/leikarar/hjorleifur-hjartarson.jpgHjörleifur Hjartarson
 • /media/leikarar/eirikur-stephensen.jpgEiríkur Stephensen

Gagnrýni

Á sama tíma og áhorfendur gátu hlegið sig máttlausa yfir skemmtilegheitum Eiríks og Hjörleifs fór þungur undirtónn sýningarinnar ekki á milli mála.

SBH. Morgunblaðið.

Þeir svo hugmyndaríkir sem músíkantar.

HA. Menningin.

Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum.

SJ. Fréttablaðið.

Listrænir stjórnendur

 • Höfundar

  Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen

 • Leikstjórn

  Ágústa Skúladóttir

 • Lýsing

  Lárus Heiðar Sveinsson

 • Leikmynd og búningar

  Íris Eggertsdóttir

 • Tónlist

  Hundur í óskilum

 • Myndband

  Jón Páll Eyjólfsson

 • Hljóð

  Gunnar Sigurbjörnsson

 • Hljómsveit

  Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir, Margrét Hildur Egilsdóttir og Una Haraldsdóttir

 

Ríkharður III

Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja.

Nánar

Club Romantica

Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Við þekkjum ekki fólkið á myndunum og það er ráðgáta af hverju albúmið var til sölu.

Nánar