Borgarleikhúsið

Kvenfólk

  • Nýja sviðið
  • 2 klst., eitt hlé
  • Verð: 6.750 kr.
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Kvenfólk er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa kort

Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttunni.

Kvenfólk

Allra síðustu sýningar!

Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttunni. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum. Hundur í óskilum veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar. Búðu þig undir drepfyndna sagnfræði með söngvum. Kvenfólk sló í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar s.l. vetur og var tilnefnd til þrennra grímuverðlauna.

Hundur í óskilum er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaun árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu á Akureyri og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið.

Gestasýning frá Leikfélagi Akureyrar.

  • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur1.jpg
  • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur2.jpg
  • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur3.jpg
  • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur4.jpg
  • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur6.jpg
  • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur7.jpg
  • /media/kvenfolk/kvenfolk-vefur8.jpg

Leikarar

  • /media/leikarar/hjorleifur-hjartarson.jpgHjörleifur Hjartarson
  • /media/leikarar/eirikur-stephensen.jpgEiríkur Stephensen

Gagnrýni

Á sama tíma og áhorfendur gátu hlegið sig máttlausa yfir skemmtilegheitum Eiríks og Hjörleifs fór þungur undirtónn sýningarinnar ekki á milli mála.

SBH. Morgunblaðið.

Þeir eru svo hugmyndaríkir sem músíkantar.

HA. Menningin.

Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum.

SJ. Fréttablaðið.

Listrænir stjórnendur

  • Höfundar

    Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen

  • Leikstjórn

    Ágústa Skúladóttir

  • Lýsing

    Lárus Heiðar Sveinsson

  • Leikmynd og búningar

    Íris Eggertsdóttir

  • Tónlist

    Hundur í óskilum

  • Myndband

    Jón Páll Eyjólfsson

  • Hljóð

    Gunnar Sigurbjörnsson

  • Hljómsveit

    Agnes Björk Rúnarsdóttir, Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Una Haraldsdóttir