Milda hjartað

 • Nýja sviðið
 • Verð: 4.500 kr
 • Frumsýnt 6. nóvember
 • Væntanleg

Milda hjartað

Það þarf tæplega að kynna tónlistarmanninn Jónas Sig. fyrir þjóðinni en hann hefur átt ótal smelli á liðnum árum. Nú tekur hann áhorfandann með sér í óvenjulegt ferðalag tals og tóna frá eitraðri karlmennsku til mennsku hins milda hjarta.

Þetta er saga Jónasar sem hann speglar í ýmsum hetjuhugmyndum dægursögunnar frá Star Wars til Josephs Campells. Við sjáum sakleysi bernskunnar verða fyrir áföllum í óvægnum heimi sjávarþorpsins þar sem harkan ræður ríkjum. Eftir ferðalagið yfirgefur áhorfandinn leikhúsið með hjartað fullt af ákafa og hlýju barnæskunnar.

Leikarar

 • Jónas Sig

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Jónas Sig
 • Leikstjórn

  Þorsteinn Bachmann

 • Hljóðmynd

  Þórður Gunnar Þorvaldsson


ROOM 4.1 LIVE

Fílalag

Bergur Ebbi á að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari og Snorri Helgason sem starfað hefur sem tónlistarmaður í hálfan annan áratug og á að baki fjölmargar sólóplötur og leikhúsverkefni. 

Nánar