Oleanna

 • Nýja sviðið
 • Verð: 6.950 kr
 • Frumsýning 18. september 2020
"Hilmir Snær og Vala Kristín ganga hlutverkum sínum fullkomlega á hönd og á samleik þeirra var engin snurða, samskiptin sannfærandi klaufaleg, átökin nístandi." - Silja Aðalsteinsdóttir

Oleanna

Ung námskona kemur í viðtalstíma til háskólakennara síns. Kennarinn nýtur mikillar velgengni í starfi og einkalífi, er að kaupa sér hús og á von á fastráðningu.

Það sem byrjar sem sjálfsögð hjálp við námið breytist í miskunnarlausa baráttu og óvænta atburðarás sem kollvarpar valdajafnvæginu á milli kennara og nemanda, karls og konu og lífi þeirra beggja í leiðinni.

Beitt og meistaralega vel skrifað leikrit sem slær okkur út af laginu og spyr óvæginna spurninga. Á tímum þegar umræður og deilur um skilgreiningarvald og ólíkar orðræður hafa magnast er þetta leikrit Mamets um vald og sannleika ofureldfimt.

Gagnrýni

Hilmir Snær og Vala Kristín ganga hlutverkum sínum fullkomlega á hönd og á samleik þeirra var engin snurða, samskiptin sannfærandi klaufaleg, átökin nístandi.

SA. TMM


 • Oleanna í Borgarleikhúsinu, Vala Kristín og Hilmar Snær
 • Oleanna í Borgarleikhúsinu, Vala Kristín
 • Oleanna í Borgarleikhúsinu, Vala Kristín og Hilmar Snær
 • Oleanna í Borgarleikhúsinu, Hilmar Snær

Leikskrá

Stikla | Oleanna

Ferlið að sýningu | Oleanna

Oleanna

Leikarar

 • Hilmir Snær GuðnasonHilmir Snær Guðnason
 • Vala Kristín Eiríksdóttir er leikkona í BorgarleikhúsinuVala Kristín Eiríksdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  David Mamet
 • Þýðing

  Kristín Eiríksdóttir
 • Leikstjórn

  Hilmir Snær Guðnason
  Gunnar Gunnsteinsson
 • Leikmynd & búningar

  Sean Mackaoui

 • Lýsing

  Þórður Orri Pétursson
 • Tónlist & hljóðmynd

  Garðar Borgþórsson

ævi

Okkar fyrsti andardráttur, þar sem við erum glæný í þessum heimi, til okkar síðustu útöndunar. Það er ævin. Oftast er hún löng, stundum er hún styttri. Við förum okkar eigin leið, hvert og eitt okkar, í okkar eigin vegferð, eigum okkar eigin ævi.

Nánar

Út­lendingurinn - morðgáta

Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks. Nánar