Oleanna

 • Nýja sviðið
 • Verð: 6.950 kr
 • Frumsýnt 29. ágúst
 • Væntanleg

Oleanna

Ung námskona kemur í einkaviðtalstíma til háskólakennara síns. Kennarinn nýtur mikillar velgengni í starfi og einkalífi, er að kaupa sér hús og á von á stöðuhækkun.

Það sem byrjar sem sjálfsögð hjálp við námið breytist í miskunnarlausa orrahríð og ógnvænlega atburðarás sem kollvarpar valdajafnvæginu á milli kennara og nemanda, karls og konu og lífi þeirra beggja í leiðinni.

Beitt og meistaralega vel skrifað leikrit sem slær okkur út af laginu og spyr óvæginna spurninga. Á tímum þegar umræður og deilur um skilgreiningarvald og ólíkar orðræður hafa magnast er þetta leikrit Mamets um vald og sannleika ofureldfimt.

Leikarar

 • Hilmir Snær Guðnason
 • Vala Kristín Eiríksdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  David Mamet
 • Þýðing

  Kristín Eiríksdóttir
 • Leikstjórn

  Hilmir Snær Guðnason
 • Leikmynd & búningar

  Sean Macaoui
 • Lýsing

  Þórður Orri Pétursson
 • Tónlist

  Garðar Borgþórsson
 • Leikgervi

  Tilkynnt síðar
 • Hljóðmynd

  Þorbjörn Steingrímsson

  Garðar Borgþórsson


Taktu lagið Lóa

Leikritið lýsir á miskunnarlausan en meinfyndinn hátt niðurlægjandi aðstæðum fólks sem hefur orðið undir í þjóðfélaginu. Lóa er feimin og óframfærin ung stúlka sem býr með óreglusamri móður sinni, afskipt og vanrækt. 

Nánar

Gosi

Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi; forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg. 

Nánar