Borgarleikhúsið

Ríkharður III

 • Stóra sviðið
 • 2 klst. og 45 mín, eitt hlé
 • Verð: 6.750 kr.
 • Sýningum lokið

ÞT. Morgunblaðið.

SJ. Fréttablaðið.

 • Sýningum á Ríkharður III er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.

Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja.

Ríkharður III

Þá skal ég verða verstur allra þrjóta.

Ríkharður III, sló í gegn á síðasta leikári í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur og hlaut mikið lof. Leikritið, sem er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares, var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum og hefur ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt nú á tímum þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja.

Ríkharður III er valdasjúkur maður sem svífst einskis til að verða konungur Englands. Hann vílar ekki fyrir sér að myrða þá sem ryðja þarf úr vegi og kvæna sér leið að krúnunni. Ríkharður glímir við fimm kynslóðir kvenna sem gera allt til að hindra framgöngu hans. En hann er útsmoginn og óútreiknanlegur, tungulipur og eldsnöggur að hugsa, leikari og leikstjóri í eigin sjónarspili sem hann spinnur áfram af óhugnanlegri snilld.

Sýningin var sigurvegari Grímuverðlaunanna árið 2019 og fékk alls sex verðlaun; sýning ársins, Brynhildur Guðjónsdóttir var leikstjóri ársins, Hjörtur Jóhann Jónsson leikari ársins í aðalhlutverki, Ilmur Stefánsdóttir fékk verðlaun fyrir leikmynd ársins, Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga ársins og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu ársins. Auk þess var Edda Björg Eyjólfsdóttir tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki og Baldvin Magnússon og Daníel Bjarnason fyrir hljóðmynd ársins.

 • /media/rikhardur-iii/20181217-_dsc3576.jpg
 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg
 • /media/rikhardur-iii/20181217-_dsc3136.jpg
 • /media/rikhardur-iii/20181218-_dsc7218-edit.jpg
 • /media/rikhardur-iii/20181217-_dsc3431.jpg
 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg
 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg
 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  William Shakespeare
 • Þýðing

  Kristján Þórður Hrafnsson

 • Leikstjórn

  Brynhildur Guðjónsdóttir

 • Leikmynd

  Ilmur Stefánsdóttir

 • Búningar

  Filippía I. Elísdóttir

 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson

 • Dramatúrg

  Hrafnhildur Hagalín

 • Tónlist

  Daníel Bjarnason

 • Danshöfundur

  Valgerður Rúnarsdóttir

 • Leikgervi

  Elín S. Gísladóttir

 • Hljóð

  Baldvin Þór Magnússon

 • Dansari í starfsnámi

  Sólbjört Sigurðardóttir

Leikarar

 • Arnar Dan Kristjánsson
 • /media/leikarar/david-thor-katrinarson.jpgDavíð Þór Katrínarson
 • Edda Björg Eyjólfsdóttir
 • /media/leikarar/halldor-gylfason.jpgHalldór Gylfason
 • Hilmar Guðjónsson
 • Hjörtur Jóhann Jónsson
 • Jóhann Sigurðarson
 • Kristbjörg Kjeld
 • /media/leikarar/staff/img_9938abw.jpgSigrún Edda Björnsdóttir
 • Valur Freyr Einarsson
 • /media/leikarar/staff/img_6375a.jpgÞórunn Arna Kristjánsdóttir
 

Gagnrýni

Áhrifaríkasta Shakespeareuppfærsla sem ég minnist á íslensku sviði og þó víðar væri leitað.

Morgunblaðið. ÞT.

Innkoma Kristbjargar Kjeld sem Margrét ekkjudrottning var glæsileg, aðeins stórleikkonur geta tekið svona yfir víðáttusvið og sal með nærveru sinni.

Menningin. MK.

Ríkharður III er ein af bestu leiksýningum síðustu ára, stjórnað með öruggri hendi Brynhildar og leidd áfram af stórkostlegum leik Hjartar Jóhanns.

Fréttablaðið. SJ.