Rocky!

 • Nýja sviðið
 • Verð: 6.950 kr
 • Frumsýnt 11. febrúar
 • Væntanleg

Við verðum að útrýma þessum sjúkdómi sem herjar á landið okkar. Jafnvel þó það þýði borgarastyrjöld.” - Rocky Balboa

Rocky!

„Við verðum að útrýma þessum sjúkdómi sem herjar á landið okkar. Jafnvel þó það þýði borgarastyrjöld.” - Rocky Balboa

Við elskum öll söguna af Rocky, lúsernum sem nær með þrautseigju og vinnu að yfirstíga allar hindranir, bera andstæðinginn ofurliði og rísa upp sem sigurvegari í lokin. En hvað ef VIÐ erum andstæðingurinn? Hvað ef Rocky er einn af „hinum”?

ROCKY! er nýtt danskt leikrit eftir einn áhugaverðasta leikhúsmann Danaveldis, Tue Biering. Verkið vakti mikla athygli á síðasta ári og þótti taka á frumlegan hátt á erfiðu málefni. Það vakti sterk viðbrögð í Danmörku, mikið lof gagnrýnenda og hlaut hin eftirsóttu sviðslistaverðlaun Reumerts.

Sýning Óskabarna ógæfunnar var frumsýnd í Tjarnarbíó þann 18. október 2019 og hlaut afar lofsamlega dóma og var meðal annars sögð vera ein besta pólitíska ádeila sem sést hefur íslensku leiksviði í háa herrans tíð. 

Sýningin hlaut tilnefningu til Grímunnar 2020 fyrir bestu leikstjórn og Sveinn Ólafur sigraði í flokknum Leikari ársins.

Samstarf við Óskabörn ógæfunnar.

Leikarar

 • Sveinn Ólafur Gunnarsson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Tue Biering

 • Þýðing

  Vignir Rafn Valþórsson
  Sveinn Ólafur Gunnarsson

 • Leikstjórn

  Vignir Rafn Valþórsson

 • Leikmynd og búningar

  Enóla Ríkey

 • Lýsing

  Jóhann Bjarni Pálmason
  Magnús Thorlacius

 • Hljóðmynd

  Ísidór Jökull Bjarnason

 • Framkvæmdastjórn

  Jónas Alfreð Birkisson

 • Starfsmaður

  Sveinn Óskar Ásbjörnsson

Um tímann og vatnið

Á næstu 100 árum mun jörðin okkar fara í gegnum breytingar sem eru stærri en tungumál okkar og myndhverfingar geta höndlað. Þessar yfirvofandi ummyndanir sprengja í raun skynjun okkar svo við heyrum bara eitthvað hvítt suð.

Nánar

Fuglabjargið

Á eynni Skrúði úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar gerist ýmislegt utan sjónsviðs mannanna. Farfuglar flykkjast þangað í sumarfrí og stormsvalan fágæta fitjar upp á nefið, lundinn kvartar og kveinar við nágranna sína og þegar veturinn skellur á láta nokkrir hrollkaldir og einmana fuglar í Skrúðshelli sem þeir séu ljóðskáld. 

Nánar